Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 13:02 Frá Kipnuk í Alaska þar sem sjór gekk langt upp á land. AP/Þjóðavarðlið Alaska Rúmlega þúsund manns hafa verið og verða flutt á brott frá bæjum og þorpum í Alaska eftir að öflugt óveður lék svæðið grátt á undanförnum dögum. Um er að ræða einhverja umfangsmestu brottflutninga í sögu Alaska en fjölmörg hús eyðilögðust í óveðrinu og mörg þeirra enduðu út á hafi. Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska
Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira