Á fundinum munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika sem einnig var birt í morgun.
Í yfirlýsingunni kom meðal annars fram að hætta væri á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja muni ná til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Fjármálakerfið hér á landi stæði þó traustum fótum og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun er greitt.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.