„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2025 09:11 Hanna Katrín segir að ef fólki verður sagt upp eða fjárfestingar verði minni verði það ekki vegna þessarar ákvörðunar. Vísir/Ívar Fannar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hanna Katrín útskýrði gjaldið til að byrja með. Gjöldin hafi fyrst verið sett á um aldamótin og tilgangur þeirra að standa undir kostnaði við umsjón og utanumhald með greininni, rannsóknir, ráðgjöf og tryggja að þjóðin fái eðlilegt afgjald af þessum nýtingarrétti fyrir auðlindina. Frá þeim tíma hafi málin þróast svo að veiðigjaldið stendur aðeins undir fyrri liðnum. Málin hafi þróast þannig að reiknistofninn til veiðigjaldsins hafi verið þannig að veiðigjaldið sem útgerðin greiðir stendur undir kostnaði en ekki alltaf. Þá segir hún lengi hafa verið grun um að tekjugrunnur og gjöld séu dregin frá, það sem eftir stendur einn þriðji á að fara til þjóðarinnar og tveir þriðju til útgerðarinnar. Það hafi lengi verið grunur um að tekjurnar séu ekki rétt reiknaðar. Tekjugrunnurinn sé byggður á gögnum sem útgerðirnar skili til Fiskistofu. Það séu veiðar og vinnsla og byggi á verðinu sem veiðarnar greiði vinnslunni en að yfirleitt séu skipin og vinnslan í eigu sömu aðila. „Þannig þetta er ekki raunveruleg verðmyndun á markaði.“ Gríðarlegur verðmunur á Íslandi og í Noregi Hanna Katrín segir ráðuneytið hafa borið saman verð á fiski við Noreg og það sé gríðarlegur verðmunur. Það sé því ekki tilviljun að veiðigjaldið hafi verið tvöfaldað, heldur sé það, til dæmis, byggt á þessum útreikningum. Í útreikningum hafi verið skoðað verð á bæði botnsjávar- og uppsjávarfiski og miðað við markaðsverð og leiðrétt miðað við vog því annar gjaldmiðill er í Noregi þannig samanburðurinn væri sanngjarn. Í botnsjávarfiski var miðað við verð á þorsk og ýsu og í uppsjávarfiski var miðað við verð á makríl, kolmunna og síld. „Á mannamáli þá hefur það verð sem hefur verið notað hér ekki verið gagnsætt. Það hefur ekki verið verð sem myndast á markaði, það hefur ekki verið verð sem fæst fyrir fiskinn í opinni sölu, heldur það verð sem myndast í beinni sölu aðila innan virðiskeðjunnar og þannig er það á Íslandi að það eru yfirleitt aðilar í sömu eigu.“ Þetta fyrirkomulagið myndi hvata til að flytja virðið yfir í vinnsluna. Rangt gefið Einhvern veginn hafi það gerst að raunverulegt verð fisksins hafi ekki endað í þeim tekjugrunni sem hefur verið notaður til að reikna veiðigjaldið. „Það er rangt verð, það er rangt gefið. Þjóðin fær röng spil á hendi þegar verið er að reikna gjaldið til þeirra.“ Hún segir að áður fyrr hafi stjórnvöld hækkað veiðigjaldið tilviljanakennt. Það hafi verið fjallað um það í fjármálaáætlun að hækka það um fimm milljarða og breyta reikningsreglunni en það hefði svo endað með því að einhver hefði breytt reglunni aftur og svo framvegis. Þannig hefði feluleikurinn haldið áfram. Núverandi ríkisstjórn hafi viljað breyta þessu en tryggja gagnsæi á sama tíma og raunverulegt verð. Veiðigjaldið var um tíu milljarðar í fyrra. Hanna Katrín segir þetta auðvitað gríðarlega aukningu en hún hafi ekki trú á því að þúsundir starfa muni tapast. Muni það gerast verði það ekki vegna þessarar breytingar. Hagnaður 94 milljarðar 2023 Stjórnvöld hafi skoðað vel afkomutölur sjávarútvegsins. EBITA-hagnaður sjávarútvegsins hafi til dæmis árið 2023 verið 94 milljarðar og veiði og vinnsla hér á landi skili bæði hagnaði sem sé hærri en gerist almennt í hagkerfinu og öðrum atvinnugreinum. „Þá er fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina eða valda þeim þvílíkum höggi að þau neyðist til að draga saman seglin í mjög arðbærri atvinnugrein. Velji einstaka útgerðir að bregðast svona við af því þær sjá ofsjónum yfir því sanngjarna gjaldi sem þær greiða fyrir afnot, fyrir nýtingarréttinn, af þjóðarauðlindinni, þá er akkúrat núna lítið við því að gera.“ Hún segist virkilega vonast að ekki verði af því. Þá segist hún einnig vona að ekki verði af því að minna verði af fjárfestingum. Arðsemin sé það mikil og bendir auk þess á að fjárfestingar fyrirtækja í eigin rekstri su verðmætaaukandi fyrir þessi fyrirtæki. „Við vitum hvert verðmætið er í þessum greinum. Við sjáum það í sölu á kvóta á milli eigenda. Við sjáum hvað gríðarleg verðmæti eru þarna undir.“ Þá segir hún tölur benda til þess að fjárfestingar sjávarútvegsins í óskyldum atvinnugreinum á Íslandi séu um 200 milljarðar. Þessi tala sé frá árinu 2019. Ítökin séu því mikil í íslensku samfélagi. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif þessi hækkun hafi á störf í útgerðum og í fiskvinnslu. Vísir/Vilhelm Prinsipp að þjóðin fái raunverulegt verðmæti „Að halda því fram að hækkun veiðigjalda upp á tíu milljarða á útgerðina í heild geri það að verkum að þau hafi ekkert afgangs til að fjárfesta í eigin rekstri eða halda áfram mikilvægu starfi uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi. Það er fráleitt.“ Hvort útgerðirnar sigli þá með vinnsluna erlendis segir Hanna Katrín að það sé samtal í gangi. Það sé hægt að skila umsögnum í samráðsgátt. Hún gerir ekki athugasemdir við það að atvinnugreinar sem hafi búið við ákveðið umhverfi verji sína stöðu en það skipti máli hvernig það sé gert. „Mér finnst prinsippmál að þjóðin fái raunverulegt verðmæti.“ Ríkisstjórnin sé einhuga í þessu máli. Ákvörðunin sé byggð á gögnum og það verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði. Hún segir stjórnvöld ekki hafa nein gögn sem styðji við fullyrðingar um að fyrirtækin verði, miðað við þessa hækkun, að flytja vinnsluna erlendis. Veiðar og vinnsla séu bæði með meiri hagnað en almennt er í öðrum atvinnugreinum og þessar breytingar hafi ekki áhrif á það. „Við höfum ekki áhrif á vinnsluhlutann, við erum að tala um verðmæti aflans.“ Skoða hlut minni útgerða Í grunninn sé málið þannig að veiðigjaldagrunnurinn hafi ekki myndast af raunverulegu verðmæti fiskaflans. Útgerðin hafi farið eftir lögum en það sé stjórnmálamanna að tryggja að lögin séu í þágu samfélagsins. Hún segir verið að mála myndina mjög svarta með yfirlýsingum um uppsagnir og minni möguleikum á fjárfestingum. Ríkisstjórnin er einhuga að sögn Hönnu Katrínar um að ljúka málinu fyrir þinglok. Vísir/Anton Brink Höggið geti auðvitað verið mikið fyrir minni útgerðir og því hafi frítekjumarkið verið hækkað. Það sé afsláttur upp að ákveðinni upphæð og auk þess eigi að þrepaskipta. Það eigi að nýtast litlum og meðalstórum útgerðum. Enn sé verið að rýna tölur og til skoðunar sé að færa það mark. Málið er núna í samráðsgátt og er gefin vika til að gefa umsagnir. Eftir það fer frumvarpið aftur til ráðuneytisins sem metur hvort tilefni sé til að breyta einhverju. Eftir það fer það aftur í ríkisstjórn og svo í þingið. Þar tekur atvinnuveganefnd þingsins við frumvarpinu og fær umsagnir og gesti. Stefna ríkisstjórnarinnar sé að ljúka málinu fyrir þinglok. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Viðreisn Bítið Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Hanna Katrín útskýrði gjaldið til að byrja með. Gjöldin hafi fyrst verið sett á um aldamótin og tilgangur þeirra að standa undir kostnaði við umsjón og utanumhald með greininni, rannsóknir, ráðgjöf og tryggja að þjóðin fái eðlilegt afgjald af þessum nýtingarrétti fyrir auðlindina. Frá þeim tíma hafi málin þróast svo að veiðigjaldið stendur aðeins undir fyrri liðnum. Málin hafi þróast þannig að reiknistofninn til veiðigjaldsins hafi verið þannig að veiðigjaldið sem útgerðin greiðir stendur undir kostnaði en ekki alltaf. Þá segir hún lengi hafa verið grun um að tekjugrunnur og gjöld séu dregin frá, það sem eftir stendur einn þriðji á að fara til þjóðarinnar og tveir þriðju til útgerðarinnar. Það hafi lengi verið grunur um að tekjurnar séu ekki rétt reiknaðar. Tekjugrunnurinn sé byggður á gögnum sem útgerðirnar skili til Fiskistofu. Það séu veiðar og vinnsla og byggi á verðinu sem veiðarnar greiði vinnslunni en að yfirleitt séu skipin og vinnslan í eigu sömu aðila. „Þannig þetta er ekki raunveruleg verðmyndun á markaði.“ Gríðarlegur verðmunur á Íslandi og í Noregi Hanna Katrín segir ráðuneytið hafa borið saman verð á fiski við Noreg og það sé gríðarlegur verðmunur. Það sé því ekki tilviljun að veiðigjaldið hafi verið tvöfaldað, heldur sé það, til dæmis, byggt á þessum útreikningum. Í útreikningum hafi verið skoðað verð á bæði botnsjávar- og uppsjávarfiski og miðað við markaðsverð og leiðrétt miðað við vog því annar gjaldmiðill er í Noregi þannig samanburðurinn væri sanngjarn. Í botnsjávarfiski var miðað við verð á þorsk og ýsu og í uppsjávarfiski var miðað við verð á makríl, kolmunna og síld. „Á mannamáli þá hefur það verð sem hefur verið notað hér ekki verið gagnsætt. Það hefur ekki verið verð sem myndast á markaði, það hefur ekki verið verð sem fæst fyrir fiskinn í opinni sölu, heldur það verð sem myndast í beinni sölu aðila innan virðiskeðjunnar og þannig er það á Íslandi að það eru yfirleitt aðilar í sömu eigu.“ Þetta fyrirkomulagið myndi hvata til að flytja virðið yfir í vinnsluna. Rangt gefið Einhvern veginn hafi það gerst að raunverulegt verð fisksins hafi ekki endað í þeim tekjugrunni sem hefur verið notaður til að reikna veiðigjaldið. „Það er rangt verð, það er rangt gefið. Þjóðin fær röng spil á hendi þegar verið er að reikna gjaldið til þeirra.“ Hún segir að áður fyrr hafi stjórnvöld hækkað veiðigjaldið tilviljanakennt. Það hafi verið fjallað um það í fjármálaáætlun að hækka það um fimm milljarða og breyta reikningsreglunni en það hefði svo endað með því að einhver hefði breytt reglunni aftur og svo framvegis. Þannig hefði feluleikurinn haldið áfram. Núverandi ríkisstjórn hafi viljað breyta þessu en tryggja gagnsæi á sama tíma og raunverulegt verð. Veiðigjaldið var um tíu milljarðar í fyrra. Hanna Katrín segir þetta auðvitað gríðarlega aukningu en hún hafi ekki trú á því að þúsundir starfa muni tapast. Muni það gerast verði það ekki vegna þessarar breytingar. Hagnaður 94 milljarðar 2023 Stjórnvöld hafi skoðað vel afkomutölur sjávarútvegsins. EBITA-hagnaður sjávarútvegsins hafi til dæmis árið 2023 verið 94 milljarðar og veiði og vinnsla hér á landi skili bæði hagnaði sem sé hærri en gerist almennt í hagkerfinu og öðrum atvinnugreinum. „Þá er fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina eða valda þeim þvílíkum höggi að þau neyðist til að draga saman seglin í mjög arðbærri atvinnugrein. Velji einstaka útgerðir að bregðast svona við af því þær sjá ofsjónum yfir því sanngjarna gjaldi sem þær greiða fyrir afnot, fyrir nýtingarréttinn, af þjóðarauðlindinni, þá er akkúrat núna lítið við því að gera.“ Hún segist virkilega vonast að ekki verði af því. Þá segist hún einnig vona að ekki verði af því að minna verði af fjárfestingum. Arðsemin sé það mikil og bendir auk þess á að fjárfestingar fyrirtækja í eigin rekstri su verðmætaaukandi fyrir þessi fyrirtæki. „Við vitum hvert verðmætið er í þessum greinum. Við sjáum það í sölu á kvóta á milli eigenda. Við sjáum hvað gríðarleg verðmæti eru þarna undir.“ Þá segir hún tölur benda til þess að fjárfestingar sjávarútvegsins í óskyldum atvinnugreinum á Íslandi séu um 200 milljarðar. Þessi tala sé frá árinu 2019. Ítökin séu því mikil í íslensku samfélagi. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif þessi hækkun hafi á störf í útgerðum og í fiskvinnslu. Vísir/Vilhelm Prinsipp að þjóðin fái raunverulegt verðmæti „Að halda því fram að hækkun veiðigjalda upp á tíu milljarða á útgerðina í heild geri það að verkum að þau hafi ekkert afgangs til að fjárfesta í eigin rekstri eða halda áfram mikilvægu starfi uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi. Það er fráleitt.“ Hvort útgerðirnar sigli þá með vinnsluna erlendis segir Hanna Katrín að það sé samtal í gangi. Það sé hægt að skila umsögnum í samráðsgátt. Hún gerir ekki athugasemdir við það að atvinnugreinar sem hafi búið við ákveðið umhverfi verji sína stöðu en það skipti máli hvernig það sé gert. „Mér finnst prinsippmál að þjóðin fái raunverulegt verðmæti.“ Ríkisstjórnin sé einhuga í þessu máli. Ákvörðunin sé byggð á gögnum og það verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði. Hún segir stjórnvöld ekki hafa nein gögn sem styðji við fullyrðingar um að fyrirtækin verði, miðað við þessa hækkun, að flytja vinnsluna erlendis. Veiðar og vinnsla séu bæði með meiri hagnað en almennt er í öðrum atvinnugreinum og þessar breytingar hafi ekki áhrif á það. „Við höfum ekki áhrif á vinnsluhlutann, við erum að tala um verðmæti aflans.“ Skoða hlut minni útgerða Í grunninn sé málið þannig að veiðigjaldagrunnurinn hafi ekki myndast af raunverulegu verðmæti fiskaflans. Útgerðin hafi farið eftir lögum en það sé stjórnmálamanna að tryggja að lögin séu í þágu samfélagsins. Hún segir verið að mála myndina mjög svarta með yfirlýsingum um uppsagnir og minni möguleikum á fjárfestingum. Ríkisstjórnin er einhuga að sögn Hönnu Katrínar um að ljúka málinu fyrir þinglok. Vísir/Anton Brink Höggið geti auðvitað verið mikið fyrir minni útgerðir og því hafi frítekjumarkið verið hækkað. Það sé afsláttur upp að ákveðinni upphæð og auk þess eigi að þrepaskipta. Það eigi að nýtast litlum og meðalstórum útgerðum. Enn sé verið að rýna tölur og til skoðunar sé að færa það mark. Málið er núna í samráðsgátt og er gefin vika til að gefa umsagnir. Eftir það fer frumvarpið aftur til ráðuneytisins sem metur hvort tilefni sé til að breyta einhverju. Eftir það fer það aftur í ríkisstjórn og svo í þingið. Þar tekur atvinnuveganefnd þingsins við frumvarpinu og fær umsagnir og gesti. Stefna ríkisstjórnarinnar sé að ljúka málinu fyrir þinglok.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Viðreisn Bítið Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira