Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 12:30 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Einar Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira