Sport

Ætla að fjöl­menna og horfa á Glódísi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
klefinn

Skemmtilegur viðburður er í Minigarðinum í dag þar sem fótboltastelpur ætla að fjölmenna til þess að horfa á leik í Meistaradeild kvenna.

Leikurinn er á milli Bayern og Lyon en fyrirliði Bayern er íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir. Þetta er seinni leikur liðanna en Lyon vann fyrri leikinn, 2-0.

Sjálfur landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, verður á svæðinu og verður með léttan töflufund fyrir leik.Einnig verður hægt að kaupa varning frá Bayern. Treyjur, plaköt og fleira skemmtilegt. Einnig verður happdrætti með veglegum vinningum.

„Góð þátttaka hefur verið á síðustu viðburðum Klefans þegar við höfum sýnt kvennaleiki og við eigum von á fjölda áhugasamra til að koma í stemningu og hvetja Glódísi áfram. Við vitum af liðum sem eru að fjölmenna og taka frá borð fyrir liðin sín og nota tækifærið að gera eitthvað saman sem lið,“ segir Silja Úlfarsdóttir frá hlaðvarpinu Klefanum en hún stendur fyrir viðburðinum ásamt versluninni Heimavellinum.

Húsið opnar klukkan 17.00 en leikurinn sjálfur hefst 17.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×