Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2025 16:17 Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason. Þeir hafa löngumverið samherjar en nú tekur Jón Trausti við ritstjórataumum á Mannlífi, úr höndum föður síns og þar verður allt tekið í gegn, í hólf og gólf. Jón Trausti Reynisson hefur sett upp blaðamannahattinn á ný en hann hefur tekið að sér ritstjórn Mannlífs. Í það minnsta fyrst um sinn meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um málefni miðilsins. Jón Trausti var áður framkvæmdastjóri Heimildarinnar en hefur nú rifið fram pennann á ný en það sáu menn í nýlegri umfjöllun sem hann er skrifaður fyrir og fjallar um „16 staðreyndir um mál Ásthildar Lóu“. Áhugadrifinn, daglegur fréttavefur Þegar Vísir náði tali af Jóni Trausta lá hann með flensu heima fyrir en náði þó að segja þetta að Samkeppniseftirlitið er nú með erindi frá Sameinaða útgáfufélaginu (SÚ) um yfirtöku á Mannlífi. SÚ er útgáfufélagið sem gefur út Heimildina og er nú að færa út kvíarnar. „Undanfarið höfum við verið að vinna að umbreytingu Mannlífs, með fyrirvara um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við erum að koma með nýtt og breytt Mannlíf, nýjan miðill sem byggir á þessu fornfræga tímariti,“ segir Jón Trausti. Fyrsta skrefið var ný hönnun en hún var innleidd fyrr í mánuðinum. Og svo er verið að móta ritstjórnarstefnuna til lengri tíma. „Mannlíf er áhugadrifinn, daglegur fréttavefur, en við viljum líka byggja upp tímaritahluta með ítarlegri greinum um lykilmál og málefni þjóðfélagsins, í anda klassíska tímaritaefnisins sem Mannlíf var þekkt fyrir frá stofnárinu 1984.“ Engin sameining Mannlífs og Heimildarinnar Eins og fram hefur komið eru Mannlíf og Heimildin aðskildir fjölmiðlar með sitt hvora ritstjórnarstefnu, sem eiga þá sameiginlegt að vera innan sama útgáfufélags. „Já. Alveg eins og Politiken og Ekstra Bladet í Danmörku, og Aftenposten og VG í Noregi, sem eru eðlisólíkir miðlar, að miklu leyti ætlaðir mismunandi hópum. Jón Trausti setur á sig blaðamannahattinn á ný.aðsend Það er því ekki þannig að Mannlíf og Heimildin sameinist með neinum hætti, heldur er Sameinaða útgáfufélagið að taka yfir Mannlíf til að halda sögu þess gangandi og auðga ísenska fjölmiðlaflóru.“ Jón Trausti segir að fyrst um sinn verði hann ritstjóri Mannlífs og vinni að þróun þess. Svo kemur í ljós hvað verður. „Stjórn útgáfufélagsins fer með ráðningarmál ritstjóra. En núna erum við að bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vegna sérlaga um fjölmiðla þarf velta ekki eða vera nema 100 milljónir hjá öðru hvoru félaginu til þess að SKE þurfi að samþykkja yfirtöku.“ Nú þarf allar hendur á dekk Til að byrja með verða þrír að vinna á Mannlífi að meðtöldum ritstjóranum. Hinir tveir eru Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. SÚ yfirtekur Mannlíf og fleiri eignir útgáfufélag þess án greiðslu, en tekur við ráðningasamninga tveggja blaðamanna. Þetta var samþykkt á hluthafafundi og af stjórn. Orðsporið sem fór af Mannlífi undir ritstjórn Reynis Traustasonar, föður Jóns Trausta, var allaveganna. Og var tekist á um kaupin í stjórn. Margir voru ósáttir við ritstjórnarstefnuna. En nú stendur til að breyta henni, meðal annars. „Já, það lá alltaf fyrir að við myndum breyta Mannlífi ef við tækjum það yfir, bæði útlitslega og efnislega. En það verður alltaf áhugadrifinn miðill. Hluti af tilgangnum með slíkum miðlum getur verið að opna þjóðfélagumræðuna fyrir sem flest fólk. Vonandi næst síðan að eiga gott framlag í þjóðfélagsumræðuna og menninguna.“ Ekki fer hjá því að nefna að heldur þungskýjað hefur verið yfir fjölmiðlum undanfarin dægrin, vikur og mánuði ef því er að skipta: Er þetta ekki erfiður róður? „Jú, við þekkjum það vel, að þurfa að haga seglum eftir vindi og sigla milli skers og báru. Núna þarf allar hendur upp á dekk. Ég held að enginn haldist í fjölmiðlum án þess að sjá beinlínis tilgang í því fyrir samfélagið. Og ég sé að minnsta kosti tilgang í því að efla og þróa miðil eins og Mannlíf, með alla þessa sögu.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Jón Trausti var áður framkvæmdastjóri Heimildarinnar en hefur nú rifið fram pennann á ný en það sáu menn í nýlegri umfjöllun sem hann er skrifaður fyrir og fjallar um „16 staðreyndir um mál Ásthildar Lóu“. Áhugadrifinn, daglegur fréttavefur Þegar Vísir náði tali af Jóni Trausta lá hann með flensu heima fyrir en náði þó að segja þetta að Samkeppniseftirlitið er nú með erindi frá Sameinaða útgáfufélaginu (SÚ) um yfirtöku á Mannlífi. SÚ er útgáfufélagið sem gefur út Heimildina og er nú að færa út kvíarnar. „Undanfarið höfum við verið að vinna að umbreytingu Mannlífs, með fyrirvara um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við erum að koma með nýtt og breytt Mannlíf, nýjan miðill sem byggir á þessu fornfræga tímariti,“ segir Jón Trausti. Fyrsta skrefið var ný hönnun en hún var innleidd fyrr í mánuðinum. Og svo er verið að móta ritstjórnarstefnuna til lengri tíma. „Mannlíf er áhugadrifinn, daglegur fréttavefur, en við viljum líka byggja upp tímaritahluta með ítarlegri greinum um lykilmál og málefni þjóðfélagsins, í anda klassíska tímaritaefnisins sem Mannlíf var þekkt fyrir frá stofnárinu 1984.“ Engin sameining Mannlífs og Heimildarinnar Eins og fram hefur komið eru Mannlíf og Heimildin aðskildir fjölmiðlar með sitt hvora ritstjórnarstefnu, sem eiga þá sameiginlegt að vera innan sama útgáfufélags. „Já. Alveg eins og Politiken og Ekstra Bladet í Danmörku, og Aftenposten og VG í Noregi, sem eru eðlisólíkir miðlar, að miklu leyti ætlaðir mismunandi hópum. Jón Trausti setur á sig blaðamannahattinn á ný.aðsend Það er því ekki þannig að Mannlíf og Heimildin sameinist með neinum hætti, heldur er Sameinaða útgáfufélagið að taka yfir Mannlíf til að halda sögu þess gangandi og auðga ísenska fjölmiðlaflóru.“ Jón Trausti segir að fyrst um sinn verði hann ritstjóri Mannlífs og vinni að þróun þess. Svo kemur í ljós hvað verður. „Stjórn útgáfufélagsins fer með ráðningarmál ritstjóra. En núna erum við að bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vegna sérlaga um fjölmiðla þarf velta ekki eða vera nema 100 milljónir hjá öðru hvoru félaginu til þess að SKE þurfi að samþykkja yfirtöku.“ Nú þarf allar hendur á dekk Til að byrja með verða þrír að vinna á Mannlífi að meðtöldum ritstjóranum. Hinir tveir eru Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. SÚ yfirtekur Mannlíf og fleiri eignir útgáfufélag þess án greiðslu, en tekur við ráðningasamninga tveggja blaðamanna. Þetta var samþykkt á hluthafafundi og af stjórn. Orðsporið sem fór af Mannlífi undir ritstjórn Reynis Traustasonar, föður Jóns Trausta, var allaveganna. Og var tekist á um kaupin í stjórn. Margir voru ósáttir við ritstjórnarstefnuna. En nú stendur til að breyta henni, meðal annars. „Já, það lá alltaf fyrir að við myndum breyta Mannlífi ef við tækjum það yfir, bæði útlitslega og efnislega. En það verður alltaf áhugadrifinn miðill. Hluti af tilgangnum með slíkum miðlum getur verið að opna þjóðfélagumræðuna fyrir sem flest fólk. Vonandi næst síðan að eiga gott framlag í þjóðfélagsumræðuna og menninguna.“ Ekki fer hjá því að nefna að heldur þungskýjað hefur verið yfir fjölmiðlum undanfarin dægrin, vikur og mánuði ef því er að skipta: Er þetta ekki erfiður róður? „Jú, við þekkjum það vel, að þurfa að haga seglum eftir vindi og sigla milli skers og báru. Núna þarf allar hendur upp á dekk. Ég held að enginn haldist í fjölmiðlum án þess að sjá beinlínis tilgang í því fyrir samfélagið. Og ég sé að minnsta kosti tilgang í því að efla og þróa miðil eins og Mannlíf, með alla þessa sögu.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira