Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 15:35 Jón Axel Guðmundsson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristinn Pálsson fögnuðu vel eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. Nú er ljóst hvaða leikir bíða liðsins þar. vísir/Anton Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst. Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Það eru sem sagt fimm mánuðir og einn dagur í það að Ísland hefji keppni á EM en liðið er í D-riðli sem spilaður verður í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi. Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland Dregið var í riðla í dag en hver gestgjafi hafði mátt velja sér eina samstarfsþjóð fyrir dráttinn og voru Pólverjar búnir að semja við Íslendinga. Því var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðlinum, ásamt Póllandi og svo Slóveníu með Luka Doncic innanborðs, því Slóvenar voru eina lausa liðið úr 2. styrkleikaflokki. Við riðilinn bættist svo í dag stórstjörnulið Frakklands auk Ísraels og Belgíu. Enda riðilinn á erfiðustu leikjunum Ísland byrjar á tveimur „viðráðanlegustu“ leikjunum, gegn liðunum úr 4. og 5. styrkleikaflokki, áður en við tekur slagur við heimamenn og ógnvekjand lið Slóveníu og Frakklands. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin sem verða spiluð í Riga í Lettlandi. Miðasalan í Póllandi ætti að hefjast á næstu dögum og hafa Íslendingar forkaupsrétt að miðum, vegna samstarfsins við Pólverja. Einn kvöldleikur hjá Íslandi Ljóst er að alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá KKÍ munu heimamenn eiga síðasta leik hvers dags og því verður eini kvöldleikur Íslands við Pólverja sunnudagskvöldið 31. ágúst. Nákvæm tímasetning hvers leiks hefur þó ekki verið gefin út.
Leikir Íslands á EM: Fimmtudagur, 28. ágúst: Ísland - Ísrael Laugardagur, 30. ágúst: Ísland - Belgía Sunnudagur, 31. ágúst: Ísland - Pólland Þriðjudagur, 2. september: Ísland - Slóvenía Fimmtudagur, 4. september: Ísland - Frakkland
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira