Innlent

Úr­slit kjörs til rektors Há­skóla Ís­lands kynnt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Silja Bára er næsti rektor Háskóla Íslands.
Silja Bára er næsti rektor Háskóla Íslands. Silja Bára R. Ómarsdóttir

Seinni umferð rekstorskjörs Háskóla Íslands lauk nú klukkan 17. Kosið var á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við stjórnmálafræðideild.

Frambjóðendurnir tveir fara á fund kjörstjórnar upp úr klukkan fimm og stefnt er að því að tilkynnt verði um úrslit kjörsins í hátíðasal aðalbyggingar Háskóla Íslands á milli klukkan 18 og 18:30.

Fyrri aktvæðagreiðslu lauk í síðustu viku en enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta greiddra atkvæða og því þurfti að kjósa aftur um tvo efstu frambjóðendurna, þau Magnús Karl og Silju Báru.

Nýr rektor tekur við embætti fyrsta júlí næstkomandi og er skipunartíminn til 30. júní 2030.

Fréttamaður okkar, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, er stödd uppi í háskóla og fylgist vel með vendingum. Allar nýjustu fréttir verða birtar í vaktinni hér að neðan um leið og þær birtast.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×