Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 14:12 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir gagnrýnisraddir á fyrirhugaða hækkun veiðigjalda hafa verið misjafnlega hófstilltar. Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. Ríkisstjórnin kynnti áform um að hækka veiðigjald á sjávarútvegsfyrirtæki í vikunni og lýsti henni sem leiðréttingu á gjaldinu. Hækkunin gæti numið allt að tvöföldun á veiðigjaldinu í einhverjum tilvikum. Hagsmunasamtök þeirra hafa gagnrýnt áformin harðlega og fullyrt að atvinnugreinin standi ekki undir hærri gjöldum. Gríðarleg viðbrögð við áformunum úr öllum áttum komu Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, á óvart. Hún segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá einstaklingum og fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum, einnig úr sjávarútvegi. Hækkunin sé langþráð skref þar sem nú eigi að taka tillit til raunverulegs aflaverðmætis. Gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um hækkunina hafa verið misjafnlega hófstilltar, að matiráðherrans. Ríkisstjórnin muni hlusta á umsagnir um áformin og taka tillit til þeirra áhyggna sem séu réttmætar. Hins vegar telur ráðherrann þá sem fullyrða að fiskvinnsla flytjist úr landi ef veiðigjöldin verða hækkað skjóta yfir markið. Afkomutölur í bæði veiðum og vinnslu sýni að arðsemi þar sem sé töluvert yfir því sem þekkist í hagkerfinu almennt. „Ég ætla ekki að standa hér og fullyrða að engum vinnslum verði lokað en það verður ekki vegna þessarar leiðréttingar. Það er þá vegna þess að menn eru einhvern veginn að láta í ljós óánægju sína með því að grípa til þessara aðgerða. Við því er sjálfu sér lítið að gera,“ segir ráðherrann. Hefur malað handhöfum kvótans gull Hugmyndir um að leggja á einhvers konar vinnsluskyldu á sjávarútvegsfyrirtækin til þess að knýja þau til að halda áfram að vinna fiskinn á Íslandi eru fjarri ráðherranum og þvert um geð. „Ég ætla bara ekki að trúa því fyrr en á reynir að menn grípi til slíkra aðgerða til að láta í ljós óánægju sína með þessa leiðréttingu. Ég tel hana réttmæta. Ég tel hana sýna hófstillta hækkun á veiðigjöldum. Ég tel að allir eigi að geta vel við unað eftir þetta,“ segir Hanna Katrín. Nýtingarréttur á fiskveiðiauðlindinni hefur malað rétthöfum hans gull, að sögn ráðherrans. Lögin um veiðigjöld séu áratuga gömul en þau eigi ekki aðeins að skila sér upp í kostnað ríkisins við atvinnugreinina heldur einnig að skila þjóðinni réttmætu afgjaldi af auðlindinni. „Það er ekki svo, hefur ekki verið svo og nú erum við einfaldlega að leiðrétta það,“ segir atvinnuvegaráðherra. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Vinnumarkaður Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. 27. mars 2025 16:52 Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti áform um að hækka veiðigjald á sjávarútvegsfyrirtæki í vikunni og lýsti henni sem leiðréttingu á gjaldinu. Hækkunin gæti numið allt að tvöföldun á veiðigjaldinu í einhverjum tilvikum. Hagsmunasamtök þeirra hafa gagnrýnt áformin harðlega og fullyrt að atvinnugreinin standi ekki undir hærri gjöldum. Gríðarleg viðbrögð við áformunum úr öllum áttum komu Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, á óvart. Hún segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá einstaklingum og fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum, einnig úr sjávarútvegi. Hækkunin sé langþráð skref þar sem nú eigi að taka tillit til raunverulegs aflaverðmætis. Gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um hækkunina hafa verið misjafnlega hófstilltar, að matiráðherrans. Ríkisstjórnin muni hlusta á umsagnir um áformin og taka tillit til þeirra áhyggna sem séu réttmætar. Hins vegar telur ráðherrann þá sem fullyrða að fiskvinnsla flytjist úr landi ef veiðigjöldin verða hækkað skjóta yfir markið. Afkomutölur í bæði veiðum og vinnslu sýni að arðsemi þar sem sé töluvert yfir því sem þekkist í hagkerfinu almennt. „Ég ætla ekki að standa hér og fullyrða að engum vinnslum verði lokað en það verður ekki vegna þessarar leiðréttingar. Það er þá vegna þess að menn eru einhvern veginn að láta í ljós óánægju sína með því að grípa til þessara aðgerða. Við því er sjálfu sér lítið að gera,“ segir ráðherrann. Hefur malað handhöfum kvótans gull Hugmyndir um að leggja á einhvers konar vinnsluskyldu á sjávarútvegsfyrirtækin til þess að knýja þau til að halda áfram að vinna fiskinn á Íslandi eru fjarri ráðherranum og þvert um geð. „Ég ætla bara ekki að trúa því fyrr en á reynir að menn grípi til slíkra aðgerða til að láta í ljós óánægju sína með þessa leiðréttingu. Ég tel hana réttmæta. Ég tel hana sýna hófstillta hækkun á veiðigjöldum. Ég tel að allir eigi að geta vel við unað eftir þetta,“ segir Hanna Katrín. Nýtingarréttur á fiskveiðiauðlindinni hefur malað rétthöfum hans gull, að sögn ráðherrans. Lögin um veiðigjöld séu áratuga gömul en þau eigi ekki aðeins að skila sér upp í kostnað ríkisins við atvinnugreinina heldur einnig að skila þjóðinni réttmætu afgjaldi af auðlindinni. „Það er ekki svo, hefur ekki verið svo og nú erum við einfaldlega að leiðrétta það,“ segir atvinnuvegaráðherra.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Vinnumarkaður Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. 27. mars 2025 16:52 Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
„Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37
Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. 27. mars 2025 16:52
Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53