Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2025 20:03 Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindvíkingar fá hvergi að koma að borðinu í stjórnkerfinu með sín mál og segja að öll þeirra mál séu ákveðin í excel skjölum í ráðuneytum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli formanns Járngerðar á opnum fundi, sem vill að uppbygging í bæjarfélaginu hefjist strax í vor. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira