Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:58 Það er gott að vera búinn að undirbúa sig fyrir langvarandi rafmagnsleysi, vatnsskort og fleira. Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins. Almannavarnir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
„Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins.
Almannavarnir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira