Lífið

Vill kyn­líf en ekki sam­band

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla.
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir

„Mig langar að heyra um það að stunda kynlíf með öðrum án þess að ást eða rómantík sé til staðar. Til dæmis að hitta annað fólk og stunda kynlíf án þess að það leiði til sambands” - 60 ára karl.

Jáhá! Það má heldur betur fjalla um kynlíf án skuldbindinga. Flestar spurningar sem ég fæ snúast um kynlíf í langtíma samböndum en vissulega er það ekki bara fólk í samböndum sem hefur áhuga á kynlífi. Kynlíf með öðrum án skuldbindinga er eitthvað sem fólk á öllum aldri getur haft áhuga á.

Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan.

En hvers vegna velja sumir kynlíf án skuldbindinga?

Það eru alls konar ástæður sem geta legið að baki. Kynlíf án skuldbindinga getur hentað vel þegar við erum að kynnast okkur sem kynveru og það getur verið leið til að sækja í spennu, ævintýri og fjölbreytni. Eftir skilnað eða á krefjandi tímabilum, t.d. þegar það er mikið álag í vinnu eða námi, finna sum að þau hafa ekki orku eða áhuga á sambandi en vilja samt stunda kynlíf, upplifa unað og tengjast öðrum í gegnum kynlíf. Síðan eru sum sem laðast ekki rómantískt að öðrum eða hafa ekki áhuga á samböndum. Fyrir þau sem vilja kynna sér það betur er hægt er að lesa sig til um eirómantík (e. aromantic).

Hvað þarf að hafa í huga ef þú hefur áhuga á kynlífi án skuldbindinga?

Kynlíf án skuldbindinga hentar ekki öllum og ekki öll hafa áhuga á slíku. Það er mikilvægt að ræða það fyrirfram við bólfélaga hverjar þínar væntingar eru og vera skýr til að forðast misskilning. Það getur kallað fram allskonar tilfinningar ef þessar væntingar eru ekki ræddar í upphafi. Ef bólfélagi þinn vonast til þess að kynlífið komi til með að leiða til sambands er líklegt að viðkomandi finni fyrir höfnun, eftirsjá, vonbrigðum eða verði sár þegar í ljós kemur að kynlíf fyrir þér sé án skuldbindinga.

Að passa upp á öryggi þýðir ekki bara að við notum getnaðar- og kynsjúkdómavarnir. Það snýst líka um tilfinningalegt öryggi. Ræðið saman fyrirfram um það kynlíf sem þið viljið stunda, hvað þið eruð til í og hvað ekki. Það má líka skoða hvaða þarfir þið hafið eftir kynlíf. Hafið þið þörf fyrir spjall, kúr eða eitthvað annað, eftir kynlíf? Kynlíf án skuldbindinga þarf ekki að þýða kynlíf án nándar en þið þurfið að vera á sömu blaðsíðunni varðandi þessai nánd og ykkar þarfir.

Er of seint að byrja að stunda kynlíf án skuldbindinga 60+?

Eldri einstaklingar hafa sömu þörf og aðrir fyrir unað og tengingu við aðra manneskju. Viðhorf samfélagsins þrengja að eldra fólki þar sem oft er gert ráð fyrir því að kynlíf fjari út með aldrinum. Kynlíf þarf ekki að fjara út með hækkandi aldri og það er margt jákvætt sem fylgir efri árum. Fólk er oft sáttara í eigin skinni, veit betur hvað það vill, hefur meiri tíma fyrir kynlíf og mörg lýsa mun minni áhyggjum af því hvað öðrum finnst. Meira frelsi og meiri unaður!

Með hækkandi aldri geta ýmsar líkamlegar breytingar vissulega haft áhrif á kynlífið. Það er mikilvægt að mæta sér og bólfélaga sínum af þolinmæði. Það er algengara að finna fyrir leggangaþurrki, risvanda, eiga erfiðara með að örvast eða þurfa lengri tíma til að fá fullnægingu. Að gefa sér tíma, nota sleipiefni og vera óhrædd við að einblína á aðra kynhegðun en bara samfarir er góð byrjun. Sumt getur þó verið gott að ræða við heimilislækni, t.d. ef eitthvað af undantöldu hefur veruleg áhrif á kynlífið.

Mynd/Getty

Hvernig er hægt að kynnast öðrum í svipuðum hugleiðingum?

Fyrir þau sem ekki hafa verið virk í stefnumóta-heiminum, jafnvel í marga áratugi, getur verið óljóst hvar og hvernig eigi að hitta fólk í sömu hugleiðingum. Stefnumótaöpp og samfélagsmiðlar eru verkfæri sem sum þurfa að læra að nota. Annars gildir það sama um okkur öll, óháð aldri, þegar það kemur að því að kynnast öðrum; leggja rækt við áhugamál, þora að prófa nýja hluti, fara á námskeið eða mæta í félagsstarf með öðrum. Í kjölfar umræðunnar um *raunheimarómantík hefur Bíó Paradís svarað kallinu og farið af stað með hraðstefnumót. Núna á föstudaginn verður viðburður fyrir 50 ára og eldri. Ég hvet öll áhugasöm til að mæta!

Gangi þér vel og góða skemmtun <3


Tengdar fréttir

Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið?

Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona.

Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það

Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona.

Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?

„Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér.

38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring?

Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.