„Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. apríl 2025 07:01 Vala og Bryns þykja fátt skemmtilegra en að spila tölvuleiki saman heima. Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson, sem vinir og fjölskylda kalla Bryn, eru nýlega byrjuð saman eftir að þau kynntust á stefnumótaforritinu Smitten. Vala lýsir þeim sem tækniáhugafólki þar sem þau vinna bæði í tæknigeiranum og deila ástríðu fyrir tölvuleikjum. Vala er flestum landsmönnum vel kunn en það vakti landsathygli árið 2010 þegar hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hún hefur rætt ferlið á opinskáan hátt og lýsti því meðal annars í Einkalífinu á Vísi árið 2019 hvernig það var að komast loksins í réttan líkama. Vala starfar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia við upplýsingatækni, en Bryn starfar sem forritari hjá vefstofunni Vettvangi. Vala Grand situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Á Smitten Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók af skarið með því að senda honum skilaboð á Smitten. Fyrsti kossinn okkar: Eftir fyrsta date-ið okkar þá fórum við á skrifstofuna hans til að fara á klósettið og svona. Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans. Fyrsta stefnumótið? Við byrjuðum á því að fara út að borða á Nings og svo í bíó að sjá Wolverine and Deadpool 2. Við enduðum á því að rífast um það hvort okkar ætti að borga, sem var mjög fyndið, og afgreiðsludömurnar hlógu bara og sögðu „cute“. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Rómantískt, virðing, SJÓÐANDI. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þar sem við tvö erum að njóta nærveru hvors annars. Sama hvort það sé úti á flottum veitingastað eða bara að spila tölvuleiki heima. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin okkar er: The Notebook. Lagið okkar: I Follow Rivers - Trigger Finger Eigið þið sameiginleg áhugamál? Tölvur, tölvuleikir og tækni yfir höfuð. Hvort ykkar eldar meira? Við eldum yfirleitt saman en ég myndi segja að ég geri það oftar því Brynjólfur er oft djúpt sokkinn í forritun heima. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Það er ekki komið svo langt en auðvitað stefnum við á það. Eruði rómantísk? Já ég myndi ég segja það, all svakalega! Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ralph Lauren peysu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér loforðshring úti á Tenerife. Maðurinn minn er: Klár, ljúfur, virðulegur, herramaður, metnaðarfullur og hefur mikla ást að gefa – bæði mér og dýrum. Rómantískasti staður á landinu: Um hávetur þá fór hann mig að Hvalvatni í Hvalfirði þar sem það var mjög dimmt, mikil norðurljós og stjörnubjart. Mér fannst ég vera stödd í ævintýri þegar hann sýndi mér þennan stað á þessum tíma. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Við vorum að fara í fermingarveislu með tengdó. Við búin að gera okkur fín í spariföt með litla frænda hans og alles með. Komum á staðinn og enginn þar. Komumst svo að því að tengdó las rangt á boðskortið og við vorum viku fyrr í ferminguna! Enduðum á að gera bara góðan fjölskyldudag úr þessu í staðinn. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Silicon Valley. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Spilum tölvuleiki, ferðumst, forritum og kúrum! Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Klár, ljúfur, metnaðarfullur Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Komin í góða eign mögulega með tvöföldum bílskúr bæði á góðum stöðum í tæknigeiranum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Neistinn hefur bara ekkert dvínað. Ást er ... Ást er djúpt og flókið tilfinningalegt samband milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Hún getur verið bæði rómantísk, fjölskylduleg eða vináttuástar. Hún er eitt af grunnþörfum mannlegrar lífsreynslu. Ástin og lífið Tímamót Ást er... Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Vala er flestum landsmönnum vel kunn en það vakti landsathygli árið 2010 þegar hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hún hefur rætt ferlið á opinskáan hátt og lýsti því meðal annars í Einkalífinu á Vísi árið 2019 hvernig það var að komast loksins í réttan líkama. Vala starfar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia við upplýsingatækni, en Bryn starfar sem forritari hjá vefstofunni Vettvangi. Vala Grand situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Á Smitten Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók af skarið með því að senda honum skilaboð á Smitten. Fyrsti kossinn okkar: Eftir fyrsta date-ið okkar þá fórum við á skrifstofuna hans til að fara á klósettið og svona. Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans. Fyrsta stefnumótið? Við byrjuðum á því að fara út að borða á Nings og svo í bíó að sjá Wolverine and Deadpool 2. Við enduðum á því að rífast um það hvort okkar ætti að borga, sem var mjög fyndið, og afgreiðsludömurnar hlógu bara og sögðu „cute“. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Rómantískt, virðing, SJÓÐANDI. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þar sem við tvö erum að njóta nærveru hvors annars. Sama hvort það sé úti á flottum veitingastað eða bara að spila tölvuleiki heima. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin okkar er: The Notebook. Lagið okkar: I Follow Rivers - Trigger Finger Eigið þið sameiginleg áhugamál? Tölvur, tölvuleikir og tækni yfir höfuð. Hvort ykkar eldar meira? Við eldum yfirleitt saman en ég myndi segja að ég geri það oftar því Brynjólfur er oft djúpt sokkinn í forritun heima. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Það er ekki komið svo langt en auðvitað stefnum við á það. Eruði rómantísk? Já ég myndi ég segja það, all svakalega! Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ralph Lauren peysu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér loforðshring úti á Tenerife. Maðurinn minn er: Klár, ljúfur, virðulegur, herramaður, metnaðarfullur og hefur mikla ást að gefa – bæði mér og dýrum. Rómantískasti staður á landinu: Um hávetur þá fór hann mig að Hvalvatni í Hvalfirði þar sem það var mjög dimmt, mikil norðurljós og stjörnubjart. Mér fannst ég vera stödd í ævintýri þegar hann sýndi mér þennan stað á þessum tíma. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Við vorum að fara í fermingarveislu með tengdó. Við búin að gera okkur fín í spariföt með litla frænda hans og alles með. Komum á staðinn og enginn þar. Komumst svo að því að tengdó las rangt á boðskortið og við vorum viku fyrr í ferminguna! Enduðum á að gera bara góðan fjölskyldudag úr þessu í staðinn. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Silicon Valley. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Spilum tölvuleiki, ferðumst, forritum og kúrum! Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Klár, ljúfur, metnaðarfullur Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Komin í góða eign mögulega með tvöföldum bílskúr bæði á góðum stöðum í tæknigeiranum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Neistinn hefur bara ekkert dvínað. Ást er ... Ást er djúpt og flókið tilfinningalegt samband milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Hún getur verið bæði rómantísk, fjölskylduleg eða vináttuástar. Hún er eitt af grunnþörfum mannlegrar lífsreynslu.
Ástin og lífið Tímamót Ást er... Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira