Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 12:56 Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Þetta segir í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf frá 22. mars síðastliðinn þar sem samstæðureikningur félagsins var lagður fram og samþykktur. Þar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu ársins 2024 hafi rekstrartekjur samstæðunnar numið 9,1 milljarði króna. Tekjurnar jukust um 423 milljónum króna á milli ára eða 4,8 prósent en að teknu tilliti til verðlagsþróunar þá hafi tekjur lækkað um eitt prósent að raunvirði milli ára. Rekstrargjöld námu tæpum 9,0 milljörðum og jukust um 730 milljónum króna milli ára eða 8,9 prósent. „Laun- og launatengd gjöld námu 3.881 m.kr. og jukust um 195 m.kr. milli ára eða 5,3%. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar lækkuðu launaútgjöldin milli ára. Meðalfjöldi stöðugilda á árinu var 275 en frá miðju ári hefur stöðugildum verið fækkað sem hluta af hagræðingaraðgerðum félagsins. Annar rekstrarkostnaður, að frátöldum afskriftum, nam 4.582 m.kr. og jókst um 503 milljónir króna milli ára eða 12,3% en riflega 6% að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Aukning milli ára skýrist fyrst og fremst af gjaldfærslum vegna stórra íþróttaviðburða á árinu og kostnaðar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga og tvennra kosninga. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri.Vísir/Arnar Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 365 m.kr. og lækkuðu um 113 m.kr. milli ára sem skýrist að stærstu leyti af lækkun verðbólgu milli ára og gengishagnaði á árinu. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nam tap af rekstri RÚV samtals 188 m.kr. á árinu 2024 og versnaði afkoman um 194 milljónir króna milli ára. Í árslok námu heildareignir 9.306 m.kr. og lækkuðu eignir félagsins um 170 m.kr. milli ára. Handbært fé stóð í stað milli ára i 12 m.kr. en skuldir við lánastofnanir námu einnig 12 m.kr. og lækkuðu um 141 m.kr. milli ára. Eigið fé í árslok nam 1.622 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 17,4% í árslok,“ segir í fundargerðinni. Markmið um hallalausan rekstur náðist ekki Fram kemur að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt yfirvegaður og hallalaus. Mikilvægt sé að tryggja að reksturinn sé sjálfbær til langs tíma litið. „Í því felst að skuldsetning félagsins sé viðráðanleg og lausafjárstaðan með þeim hætti að félagið geti mætti óvæntum áföllum í rekstri. Skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem hafa leitt til lækkunar skulda telur stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Á árinu 2024 náðist ekki markmið um hallalausan rekstur og nam tap á rekstri félagsins 188 m.kr. Taprekstur félagsins má að hluta rekja til þess að tekjur félagsins lækkuðu að raunvirði á milli ára en einnig til hárra gjaldfærsina vegna íþróttaviðburða og kostnaðar vegna kosninga og eldsumbrota. A árinu var gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta afkomu og sjóðstöðu innan ársins. Aðgerðirnar skiluðu meðal annars því að skuldir við lánastofnanir, að teknu tilliti til handbærs fjár, voru komnar i jafnvægi um áramót og nam viðsnúningurinn innan ársins 141 milljón króna. Þá var aðgerðunum enn fremur ætlað að stuðla að hallalausum rekstri á árinu 2025 og að sjóðstaða félagsins verði jákvæð í árslok 2025,“ segir í fundargerðinni. Ríkisútvarpið Uppgjör og ársreikningar Fjölmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Þetta segir í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf frá 22. mars síðastliðinn þar sem samstæðureikningur félagsins var lagður fram og samþykktur. Þar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu ársins 2024 hafi rekstrartekjur samstæðunnar numið 9,1 milljarði króna. Tekjurnar jukust um 423 milljónum króna á milli ára eða 4,8 prósent en að teknu tilliti til verðlagsþróunar þá hafi tekjur lækkað um eitt prósent að raunvirði milli ára. Rekstrargjöld námu tæpum 9,0 milljörðum og jukust um 730 milljónum króna milli ára eða 8,9 prósent. „Laun- og launatengd gjöld námu 3.881 m.kr. og jukust um 195 m.kr. milli ára eða 5,3%. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar lækkuðu launaútgjöldin milli ára. Meðalfjöldi stöðugilda á árinu var 275 en frá miðju ári hefur stöðugildum verið fækkað sem hluta af hagræðingaraðgerðum félagsins. Annar rekstrarkostnaður, að frátöldum afskriftum, nam 4.582 m.kr. og jókst um 503 milljónir króna milli ára eða 12,3% en riflega 6% að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Aukning milli ára skýrist fyrst og fremst af gjaldfærslum vegna stórra íþróttaviðburða á árinu og kostnaðar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga og tvennra kosninga. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri.Vísir/Arnar Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 365 m.kr. og lækkuðu um 113 m.kr. milli ára sem skýrist að stærstu leyti af lækkun verðbólgu milli ára og gengishagnaði á árinu. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nam tap af rekstri RÚV samtals 188 m.kr. á árinu 2024 og versnaði afkoman um 194 milljónir króna milli ára. Í árslok námu heildareignir 9.306 m.kr. og lækkuðu eignir félagsins um 170 m.kr. milli ára. Handbært fé stóð í stað milli ára i 12 m.kr. en skuldir við lánastofnanir námu einnig 12 m.kr. og lækkuðu um 141 m.kr. milli ára. Eigið fé í árslok nam 1.622 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 17,4% í árslok,“ segir í fundargerðinni. Markmið um hallalausan rekstur náðist ekki Fram kemur að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt yfirvegaður og hallalaus. Mikilvægt sé að tryggja að reksturinn sé sjálfbær til langs tíma litið. „Í því felst að skuldsetning félagsins sé viðráðanleg og lausafjárstaðan með þeim hætti að félagið geti mætti óvæntum áföllum í rekstri. Skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem hafa leitt til lækkunar skulda telur stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Á árinu 2024 náðist ekki markmið um hallalausan rekstur og nam tap á rekstri félagsins 188 m.kr. Taprekstur félagsins má að hluta rekja til þess að tekjur félagsins lækkuðu að raunvirði á milli ára en einnig til hárra gjaldfærsina vegna íþróttaviðburða og kostnaðar vegna kosninga og eldsumbrota. A árinu var gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta afkomu og sjóðstöðu innan ársins. Aðgerðirnar skiluðu meðal annars því að skuldir við lánastofnanir, að teknu tilliti til handbærs fjár, voru komnar i jafnvægi um áramót og nam viðsnúningurinn innan ársins 141 milljón króna. Þá var aðgerðunum enn fremur ætlað að stuðla að hallalausum rekstri á árinu 2025 og að sjóðstaða félagsins verði jákvæð í árslok 2025,“ segir í fundargerðinni.
Ríkisútvarpið Uppgjör og ársreikningar Fjölmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira