Það styttist óðum í fyrsta leik í Bestu deild karla í körfubolta og Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans hita upp í kvöld fyrir komandi leiktíð í Upphitunarþætti Stúkunnar. Þar kemur í ljós hvaða lið þeir spá Íslandsmeistaratitlinum í ár.
Úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta heldur áfram en í kvöld byrja einvígi Stjörnunnar og ÍR annars vegar og einvígi Njarðvíkur og Álftaness hins vegar.
Það er fleira á dagskrá eins og kvöld númer níu í úrvalsdeildinni í pílu, annar dagur á áhugamannamóti kvenna á Augusta National golfvellinum, LPGA-mótaröðin í golfi og bandaríski hafnaboltinn.
Þá fara fram æfingar fyrir formúlu 1 keppnina í Japan í nótt.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá fyrsta leik Stjörnunnar og ÍR í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.
Klukkan 21.15 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem farið verður yfir leiki eitt í öllum fjórum einvígunum í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17.30 hefst útsending frá fyrsta degi á Augusta National Women's Amateur golfmótinu.
Klukkan 22.00 hefst útsending frá T-Mobile Match Play golfmótinu á LPGA mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá fyrsta leik Njarðvíkur og Álftaness í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.
Klukkan 21.00 hefst upphitunarþáttur Stúkunnar fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta.
Vodafone Sport
Klukkan 18.00 hefst bein útsending frá kvöldi níu í úrvalsdeildinni í pílu en að þessu sinni er keppt í Ube Arena í Berlín í Þýskalandi.
Klukkan 23.00 hefst bein útsending frá leik Arizona Diamondbacks og New York Yankees í MLB hafnaboltadeildinni í Bandaríkjunum.
Klukkan 02.25 hefst bein útsending frá æfingu eitt fyrir Japanskappaksturinn í formúlu 1.
Klukkan 05.55 hefst bein útsending frá æfingu tvö fyrir Japanskappaksturinn í formúlu 1.