Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 17:02 Mike Myers á Anfield, heimavelli Liverpool, í pósu karaktersins Dr. Evil sem hann gerði ódauðlegan í Austin Powers-myndunum í kringum aldamót. Twitter Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum. Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira