Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 09:35 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, vandar Hönnu Katrínu Friðriksson, matvæla- og atvinnuvegaráðherra, ekki kveðjurnar. Vísir/Arnar/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að veita umsögn um frumvarp um hækkun á veiðigjaldi innan tilskilins frests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin segja ráðuneytið ekki hafa lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, hafna faglegri úrvinnslu gagna og upplýstri umræðu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Samtökin segja þar rétt að tilkynna sérstaklega að þau muni ekki veita umsögn um frumvarpið í dag, innan tilskilins frests, af fimm ástæðum sem eru síðan listaðar upp. „Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur ófyrirséð áhrif langt út fyrir raðir sjávarútvegs,“ segir í tilkynningunni. Samtökin segjast hafa óskað eftir „sanngjarnri og hóflegri“ framlengingu á frestinum um viku, til og með 11. apríl, en hafi fengið synjun frá atvinnuvegaráðuneyti. Telja villur í tölum ráðuneytisins Önnur ástæðan sé „að ráðuneytið hefur kosið að svara ekki ítrekaðri beiðni samtakanna um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggist á,“ segir í tilkynningunni. Það torveldi hagaðilum verkið. Samtökin segjast þegar hafa orðið áskynja um villur í tölum ráðuneytisins. Hins vegar sé ómögulegt að leita uppruna þeirra villna og leiðrétta þær því samtökin hafi ekki aðgang að gögnum eða útreikningum ráðuneytisins. „Af athafnaleysi ráðuneytisins verður ekki annað ráðið en að það kjósi að hafna faglegri úrvinnslu talna, gagnsæi og upplýstri umræðu,“ segir í tilkynningunni. Ráðuneytið ekki lagt mat á áhrif frumvarpsins Þriðja ástæðan sé að ráðuneytið hafi ekki reynt að leggja mat á möguleg áhrif frumvarpsins verði það að lögum. Hagaðilar séu því tilneyddir til að vinna þá nauðsynlegu vinnu fyrir stjórnvöld. „Þá eru tillögur frumvarpsins, sem sækja stuðning í norskan veruleika, þess eðlis að skilja þarf fiskveiðistjórnunarkerfi Norðmanna til hlítar, virkni uppboðsmarkaða, tilhögun veiða í einstökum stofnum og verðmyndun innan virðiskeðju sjávarútvegs þar í landi. Það verkefni verður ekki hrist fram úr erminni á einni viku,“ segir í tilkynningunni. Fjórða ástæðan sé að fyrirætlanir um tengingu við afurðir í öðru landi sem skattandlag hafi aldrei komið fram áður. Því sé um að ræða „umbyltingu á andlagi skattheimtu með veiðigjaldi.“ „Allt vel þenkjandi og sanngjarnt fólk hlýtur að skilja að slík grundvallarbreyting þarfnast yfirlegu og ítarlegrar skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Skattskylda á íslenskum sjávarútvegi vegna afurða á Noregsmarkaði Fimmta ástæðan sé að í fyrirkomulaginu muni skattskylda hvíla á sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi vegna afurða á markaði í Noregi sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi engan ráðstöfunarrétt yfir. „Slíkt stenst að mati SFS ekki viðtekin viðhorf við álagningu skatta með hliðsjón af þeim kröfum sem leiða af ákvæðum stjórnarskrár,“ segir í tilkynningunni. Að sögn samtakanna skortir fyrirliggjandi frumvarp alla efnislega umfjöllun og greiningu á því álitaefni. Því komi í hlut samtakanna að greiða úr því fyrir ráðuneytið. Ætla samt að skrifa umsögn Samtökin stefna því að því að birta og láta ráðuneytinu í té umsögn „að viku liðinni, jafnvel fyrr.“ „Við vinnu umsagnar munu SFS, nú sem fyrr, vanda til verka þannig að málefnaleg skoðun geti farið fram á frumvarpsdrögum og að hver þau lög, sem síðar kunna að verða samþykkt, byggist á réttum, aðgengilegum gögnum og vel ígrunduðum forsendum,“ segir í tilkynningunni. Það sé hin eina rétta leið þegar svo miklir samfélagslegir hagsmunir séu í húfi. Miður sé að ráðherra kjósi að fara aðra og óvandaðri leið að markmiðum sínum, sem samtökin telja á þessum tímapunkti óljós. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Samtökin segja þar rétt að tilkynna sérstaklega að þau muni ekki veita umsögn um frumvarpið í dag, innan tilskilins frests, af fimm ástæðum sem eru síðan listaðar upp. „Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur ófyrirséð áhrif langt út fyrir raðir sjávarútvegs,“ segir í tilkynningunni. Samtökin segjast hafa óskað eftir „sanngjarnri og hóflegri“ framlengingu á frestinum um viku, til og með 11. apríl, en hafi fengið synjun frá atvinnuvegaráðuneyti. Telja villur í tölum ráðuneytisins Önnur ástæðan sé „að ráðuneytið hefur kosið að svara ekki ítrekaðri beiðni samtakanna um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggist á,“ segir í tilkynningunni. Það torveldi hagaðilum verkið. Samtökin segjast þegar hafa orðið áskynja um villur í tölum ráðuneytisins. Hins vegar sé ómögulegt að leita uppruna þeirra villna og leiðrétta þær því samtökin hafi ekki aðgang að gögnum eða útreikningum ráðuneytisins. „Af athafnaleysi ráðuneytisins verður ekki annað ráðið en að það kjósi að hafna faglegri úrvinnslu talna, gagnsæi og upplýstri umræðu,“ segir í tilkynningunni. Ráðuneytið ekki lagt mat á áhrif frumvarpsins Þriðja ástæðan sé að ráðuneytið hafi ekki reynt að leggja mat á möguleg áhrif frumvarpsins verði það að lögum. Hagaðilar séu því tilneyddir til að vinna þá nauðsynlegu vinnu fyrir stjórnvöld. „Þá eru tillögur frumvarpsins, sem sækja stuðning í norskan veruleika, þess eðlis að skilja þarf fiskveiðistjórnunarkerfi Norðmanna til hlítar, virkni uppboðsmarkaða, tilhögun veiða í einstökum stofnum og verðmyndun innan virðiskeðju sjávarútvegs þar í landi. Það verkefni verður ekki hrist fram úr erminni á einni viku,“ segir í tilkynningunni. Fjórða ástæðan sé að fyrirætlanir um tengingu við afurðir í öðru landi sem skattandlag hafi aldrei komið fram áður. Því sé um að ræða „umbyltingu á andlagi skattheimtu með veiðigjaldi.“ „Allt vel þenkjandi og sanngjarnt fólk hlýtur að skilja að slík grundvallarbreyting þarfnast yfirlegu og ítarlegrar skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Skattskylda á íslenskum sjávarútvegi vegna afurða á Noregsmarkaði Fimmta ástæðan sé að í fyrirkomulaginu muni skattskylda hvíla á sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi vegna afurða á markaði í Noregi sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi engan ráðstöfunarrétt yfir. „Slíkt stenst að mati SFS ekki viðtekin viðhorf við álagningu skatta með hliðsjón af þeim kröfum sem leiða af ákvæðum stjórnarskrár,“ segir í tilkynningunni. Að sögn samtakanna skortir fyrirliggjandi frumvarp alla efnislega umfjöllun og greiningu á því álitaefni. Því komi í hlut samtakanna að greiða úr því fyrir ráðuneytið. Ætla samt að skrifa umsögn Samtökin stefna því að því að birta og láta ráðuneytinu í té umsögn „að viku liðinni, jafnvel fyrr.“ „Við vinnu umsagnar munu SFS, nú sem fyrr, vanda til verka þannig að málefnaleg skoðun geti farið fram á frumvarpsdrögum og að hver þau lög, sem síðar kunna að verða samþykkt, byggist á réttum, aðgengilegum gögnum og vel ígrunduðum forsendum,“ segir í tilkynningunni. Það sé hin eina rétta leið þegar svo miklir samfélagslegir hagsmunir séu í húfi. Miður sé að ráðherra kjósi að fara aðra og óvandaðri leið að markmiðum sínum, sem samtökin telja á þessum tímapunkti óljós.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12