Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ

Atli Ísleifsson skrifar
Kristjana Arnarsdóttir.
Kristjana Arnarsdóttir. ÍSÍ

Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót.

Frá þessu segir á vef ÍSÍ. Þar kemur fram að Kristjana sé með B.A.-próf í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MSc-próf í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. 

„Hún var um árabil íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi hjá RÚV og stýrði meðal annars umfjöllun frá fjölmörgum stórmótum í íþróttum. Kristjana var síðast aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar sem lét af embætti mennta- og barnamálaráðherra í desember 2024.

Kristjana er boðin hjartanlega velkomin til starfa og henni óskað allra heilla í starfi hjá ÍSÍ,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×