Sport

SjallyPally í beinni á Vísi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stemningin í Sjallanum á eftir að verða mögnuð.
Stemningin í Sjallanum á eftir að verða mögnuð. mynd/Skapti Hallgrímsson akureyri.net

Hið frábæra pílumót SjallyPally fer fram í Sjallanum á morgun og verður hægt að fylgjast með herlegheitunum á Vísi.

224 keppendur eru skráðir til leiks. Karlar í meirihluta eða 192 en konurnar 32. Keppni er nýhafin en úrslitahlutinn verður í beinni annað kvöld.

Það er mikið lagt í veisluna því hinir goðsagnakenndu kynnar Russ Bray og John McDonald verða á svæðinu.

Umgjörðin verður í hæsta klassa og var slegist um miða á gólfinu.mynd/skapti hallgrímsson akureyri.net

Píludeild Þórs ákvað að brydda upp á þeirri nýjung að hafa góðgerðarleik sem virkar þannig að fyrir hvert 180 sem skorað er safnast 5.000 kr. sem renna svo allar til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi.

Stemningin á þessu kvöldi er engu lík og verður örugglega sjónarspil fyrir áhorfendur heima. Útsendingin hefst klukkan 19.30 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×