Ekkert mark í grannaslagnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Casemiro vildi fá víti eftir þessi viðskipti sín við Mateo Kovacic.
Casemiro vildi fá víti eftir þessi viðskipti sín við Mateo Kovacic. Vísir/Getty

Nágrannaliðin Manchester City og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Etihad-leikvanginum í dag. Baráttan um Evrópusæti harðnar enn.

Gestirnir úr Manchester United voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fékk Bruno Fernandes gott tækifæri til að skora úr aukaspyrnu strax á annarri mínútu en skaut í vegginn. Alejandro Garnacho gott færi til að koma þeim yfir en náði ekki að skora. Bæði lið sköpuðu sér skotfæri en lítið af dauðafærum og staðan að loknum fyrri hálfleiknum var markalaus.

Í seinni hálfleik fékk Phil Foden gott tækifæri til að skora en voru mislagðir fætur á ögurstundu. United gerði í tvígang tilkall til vítaspyrnu, fyrst þegar boltinn var nálægt því að fara í hendi varnarmanns City og svo þegar Casemiro fékk í samstuði hans og Mateo Kovacic. 

Áfram héldu dauðafærin í feluleik og að lokum lauk leiknum með markalausu jafntefli. Manchester City er því áfram í 5. sæti með 52 stig, stigi á eftir Chelsea og einu stigi á undan Aston Villa. United er hins vegar í 13. sæti með 38 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira