Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 15:00 Mosfellingar fagna hér sætinu í Bestu deildinni eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Vísir/Anton Besta deild karla í fótbolta fer af stað í kvöld með sögulegum leik þegar eitt félag og eitt bæjarfélag bætist í hóp þeirra sem hafa átt lið í deild þeirra bestu hér á landi. 5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira