Körfubolti

Martin með tíu stoð­sendingar í Euroleague í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar átti frábæran kafla í seinni hálfeik en héldu ekki út.
Martin Hermannsson og félagar átti frábæran kafla í seinni hálfeik en héldu ekki út. Getty/Uwe Anspach

Martin Hermannsson og félagar hans í þýska liðinu Alba Berlín voru nálægt því að vinna gríska liðið Olympiacos í Euroleague deildinni í kvöld. Olympiacos vann á endanum átta stiga sigur, 100-92, eftir að hafa klárað leikinn af krafti.

Það hefur ekki gengið vel hjá Alba liðinu í Eurolegue í vetur og þetta leit ekki allt of vel út í hálfleik þefar Grikkirnir voru fimmtán stigum yfir, 61-46.

Alba menn áttu hins vegar frábæran seinni hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhlutann 27-19 og náðu síðan forystunni í þeim fjórða, 90-87.

Grikkirnir voru sterkari á lokamínútu leiksins og unnu síðustu mínútrnar 13-2.

Martin spilaði uppi liðsfélagana eins og oft áður í vetur en hann gaf alls tíu stoðsendingar á félaga sína.

Martin skoraði sjálfur sex stig en hann hitti úr þremur af níu skotum sínum. Íslenski bakvörðurinn spilaði í rúmar 24 mínútur í leiknum í kvöld.

Þetta var þriðji leikur hans í Euroleague í vetur þar sem hann gefur tíu stoðsendingar eða fleiri en hann á líka tvo leiki með níu stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×