„Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. apríl 2025 23:30 Ryan McCormick er orðinn þreyttur á sjálfum sér á golfvellinum. Vísir/Getty Íþróttamenn sýna oft á tíðum tilfinningar sínar á vellinum, bæði þegar vel og illa gengur. Golfarinn Ryan McCormick er þar engin undantekning en hann hefur nú gripið til örþrifaráða til að halda sjálfum sér réttu megin við línuna. Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“ Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“
Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira