Með skottið fullt af próteini Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2025 14:02 Svavar Jóhannsson, stofnandi Fitnesss Sport, segir það oft gleymast að frumkvöðlar þurfi að ganga í gegnum allskyns raunir áður en þeir verði velmegandi. vísir/vilhelm Svavar Jóhannsson rekstrarmaður segist hafa þurft að hafa fyrir öllu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Svavar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, stofnaði verslun með fæðubótarefni fyrir 25 árum. Hann keyrði þrisvar í viku með skottið fullt af próteini til Reykjavíkur frá Akureyri samhliða vinnu og var með lager í bílskúrnum hjá ömmu sinni. „Ég byrjaði með þrjú hundruð þúsund kall að kaupa inn prótein fyrir 25 árum. Ég keypti eina tegund af próteini með vanillubragði og flutti það inn og byrjaði að selja sjálfur. Ég tók yfirdrátt í bankanum og var með hjartað í buxunum yfir því að geta ekki borgað til baka. En sem betur fer gekk þetta strax vel og boltinn fór að rúlla nokkuð hratt. Ég er ómenntaður og kláraði ekki menntaskóla og er mjög stoltur af því að hafa ekki fengið neitt upp í hendurnar og hafa þurft að hafa fyrir öllu sem ég hef unnið mér inn.“ Með lager í bílskúr ömmu sinnar Svavar stofnaði Fitness Sport árið 1988 og var fyrstu árin með lagerinn í bílskúrnum hjá ömmu sinni: „Ég var í annarri vinnu þegar ég byrjaði í þessu og borgaði mér engin laun fyrsta árið. Lagði bara á mig mikla vinnu og ákvað að hafa gaman að því. Það hefur legið óhemju vinna á bakvið þetta allt saman, en ég hef aldrei talið það eftir mér, enda hefur þetta alltaf verið áhugamál og mér hefur fundist gaman að vinna í kringum þetta.“ Þegar Svavar var að byrja bjó hann á Akureyri, var í fullri vinnu en keyrði svo frá Akureyri til Reykjavíkur þegar vinnudeginum lauk klukkan 5, með skottið fullt af próteini. „Svo snemma morguninn eftir var ég mættur hjá Bjössa í World Class og Jónínu Ben og fleirum til að fá þau til að kaupa þetta af mér og svo keyrði ég aftur til Akureyrar eftir hádegi. Þetta gerði ég þrisvar í viku í mörg ár samhliða fullri vinnu.“ Hélt hann myndi moka handlóðunum út Svavar segist ekki vera að hreykja sér af þessu en gott sé að hafa hugfast að nánast allir sem stofna fyrirtæki þurfi að vinna fyrir því og það gleymist oft í umræðunni. „Það er auðvelt að horfa á fólk eftir að það fer að ganga vel og halda að allt hafi komið upp í hendurnar á þeim.“ Svavar segist hafa farið í gegnum alls kyns tímabil í rekstrinum í gegnum tíðina, sumt hafi gengið vel, en annað alls ekki, en á endanum sé vegferðin það skemmtilegasta. Að leggja á sig, gera mistök og fá út úr því reynslu og uppskeru: Frumkvöðlar þurfi að leggja mikið á sig og taka alls kyns áhættu. „Það er hluti af jöfnunni. Ég hef farið í gegnum fullt af mistökum og hlutum sem hafa ekki gengið upp, en núna er ég búinn að læra af því og kominn með mikla reynslu einmitt út af mistökunum. Ég man til dæmis þegar ég hélt að það væri algjör snilld að flytja inn handlóð með sandi í, sem var ætlað til að labba með í göngutúrum eða fjallgöngum. Sandurinn slóst til og frá í lóðinu og átti að þjálfa handleggina. Þeir sem voru með þetta héldu rosalega kynningu og ég hélt að þetta væri algjör snilld og ég myndi moka þessu út.“ Ripped hvarf í Covid-rykinu Til að gera langa sögu stutta þá hreyfðust handlóðin ekki og það tók Svavar mörg ár að losa þau úr búðinni. Svavar talar einnig um ævintýrið í kringum orkudrykkjaframleiðslu. „Við hönnuðum og framleiddum orkudrykk sem hét Ripped, sem var svipaður og RedBull eða Monster og þetta sló í gegn og seldist svakalega vel á árunum fyrir Covid og við vorum komnir með mjög góða markaðshlutdeild.“ En svo skall alheimsfaraldurinn á og öllum verksmiðjum í Evrópu lokað nánast alveg í 2 ár. „Þegar allt fór í gang aftur eftir Covid var biðröðin orðin svo löng að við vorum settir aftast í röðina. Þegar þú ert að keppa við aðila sem eru kannski að láta framleiða þúsund gáma af drykkjum fyrir milljónamarkaði ert þú ekki efstur á blaði. Eftir alla þessa pásu er erfitt að komast aftur í gott hillupláss í búðunum og koma þessu af stað aftur. En við munum koma með þessa drykki aftur inn á markaðinn.“ Stríðið um koffínið Í þættinum rifjar Svavar upp alls kyns sögur af ferlinum, meðal annars þegar hann lagði í harða báráttu fyrir því að fá koffín leyft í fæðubótarefnum á Íslandi: „Þetta var þannig að Ísland var nánast eina landið í heiminum þar sem koffínið var bannað og fæðubótarefni féllu þá undir lyfjastofnun. Fólk gat farið og keypt eins mikið af kaffi og það vildi, en það mátti ekki kaupa fæðubótarefni með snefil af koffíni.“ Svavar segir að Einar vinur hans í Medico eigi eiginlega heiðurinn af því að þetta var leyft eftir að hafa byrjað stríð við lyfjastofnun. „Og ég fylgdi svo á eftir honum í þessa baráttu. Það mátti heldur ekki selja orkudrykki með koffíni og flestum myndi finnast þetta mjög skrýtið í dag. Það hefur margt liðkast á undanförnum árum, en hér áður fyrr þurfti mjög oft að nota lögfræðinga og vera með vesen til að fá leyfðar vörur sem voru leyfðar nánast í öllum öðrum löndum í heiminum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Svavar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Lyf Heilsa Líkamsræktarstöðvar Podcast með Sölva Tryggva Fæðubótarefni Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Ég byrjaði með þrjú hundruð þúsund kall að kaupa inn prótein fyrir 25 árum. Ég keypti eina tegund af próteini með vanillubragði og flutti það inn og byrjaði að selja sjálfur. Ég tók yfirdrátt í bankanum og var með hjartað í buxunum yfir því að geta ekki borgað til baka. En sem betur fer gekk þetta strax vel og boltinn fór að rúlla nokkuð hratt. Ég er ómenntaður og kláraði ekki menntaskóla og er mjög stoltur af því að hafa ekki fengið neitt upp í hendurnar og hafa þurft að hafa fyrir öllu sem ég hef unnið mér inn.“ Með lager í bílskúr ömmu sinnar Svavar stofnaði Fitness Sport árið 1988 og var fyrstu árin með lagerinn í bílskúrnum hjá ömmu sinni: „Ég var í annarri vinnu þegar ég byrjaði í þessu og borgaði mér engin laun fyrsta árið. Lagði bara á mig mikla vinnu og ákvað að hafa gaman að því. Það hefur legið óhemju vinna á bakvið þetta allt saman, en ég hef aldrei talið það eftir mér, enda hefur þetta alltaf verið áhugamál og mér hefur fundist gaman að vinna í kringum þetta.“ Þegar Svavar var að byrja bjó hann á Akureyri, var í fullri vinnu en keyrði svo frá Akureyri til Reykjavíkur þegar vinnudeginum lauk klukkan 5, með skottið fullt af próteini. „Svo snemma morguninn eftir var ég mættur hjá Bjössa í World Class og Jónínu Ben og fleirum til að fá þau til að kaupa þetta af mér og svo keyrði ég aftur til Akureyrar eftir hádegi. Þetta gerði ég þrisvar í viku í mörg ár samhliða fullri vinnu.“ Hélt hann myndi moka handlóðunum út Svavar segist ekki vera að hreykja sér af þessu en gott sé að hafa hugfast að nánast allir sem stofna fyrirtæki þurfi að vinna fyrir því og það gleymist oft í umræðunni. „Það er auðvelt að horfa á fólk eftir að það fer að ganga vel og halda að allt hafi komið upp í hendurnar á þeim.“ Svavar segist hafa farið í gegnum alls kyns tímabil í rekstrinum í gegnum tíðina, sumt hafi gengið vel, en annað alls ekki, en á endanum sé vegferðin það skemmtilegasta. Að leggja á sig, gera mistök og fá út úr því reynslu og uppskeru: Frumkvöðlar þurfi að leggja mikið á sig og taka alls kyns áhættu. „Það er hluti af jöfnunni. Ég hef farið í gegnum fullt af mistökum og hlutum sem hafa ekki gengið upp, en núna er ég búinn að læra af því og kominn með mikla reynslu einmitt út af mistökunum. Ég man til dæmis þegar ég hélt að það væri algjör snilld að flytja inn handlóð með sandi í, sem var ætlað til að labba með í göngutúrum eða fjallgöngum. Sandurinn slóst til og frá í lóðinu og átti að þjálfa handleggina. Þeir sem voru með þetta héldu rosalega kynningu og ég hélt að þetta væri algjör snilld og ég myndi moka þessu út.“ Ripped hvarf í Covid-rykinu Til að gera langa sögu stutta þá hreyfðust handlóðin ekki og það tók Svavar mörg ár að losa þau úr búðinni. Svavar talar einnig um ævintýrið í kringum orkudrykkjaframleiðslu. „Við hönnuðum og framleiddum orkudrykk sem hét Ripped, sem var svipaður og RedBull eða Monster og þetta sló í gegn og seldist svakalega vel á árunum fyrir Covid og við vorum komnir með mjög góða markaðshlutdeild.“ En svo skall alheimsfaraldurinn á og öllum verksmiðjum í Evrópu lokað nánast alveg í 2 ár. „Þegar allt fór í gang aftur eftir Covid var biðröðin orðin svo löng að við vorum settir aftast í röðina. Þegar þú ert að keppa við aðila sem eru kannski að láta framleiða þúsund gáma af drykkjum fyrir milljónamarkaði ert þú ekki efstur á blaði. Eftir alla þessa pásu er erfitt að komast aftur í gott hillupláss í búðunum og koma þessu af stað aftur. En við munum koma með þessa drykki aftur inn á markaðinn.“ Stríðið um koffínið Í þættinum rifjar Svavar upp alls kyns sögur af ferlinum, meðal annars þegar hann lagði í harða báráttu fyrir því að fá koffín leyft í fæðubótarefnum á Íslandi: „Þetta var þannig að Ísland var nánast eina landið í heiminum þar sem koffínið var bannað og fæðubótarefni féllu þá undir lyfjastofnun. Fólk gat farið og keypt eins mikið af kaffi og það vildi, en það mátti ekki kaupa fæðubótarefni með snefil af koffíni.“ Svavar segir að Einar vinur hans í Medico eigi eiginlega heiðurinn af því að þetta var leyft eftir að hafa byrjað stríð við lyfjastofnun. „Og ég fylgdi svo á eftir honum í þessa baráttu. Það mátti heldur ekki selja orkudrykki með koffíni og flestum myndi finnast þetta mjög skrýtið í dag. Það hefur margt liðkast á undanförnum árum, en hér áður fyrr þurfti mjög oft að nota lögfræðinga og vera með vesen til að fá leyfðar vörur sem voru leyfðar nánast í öllum öðrum löndum í heiminum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Svavar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Lyf Heilsa Líkamsræktarstöðvar Podcast með Sölva Tryggva Fæðubótarefni Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira