„Við erum í skýjunum yfir þessum frábæru viðtökum. Stemmningin á opnuninni var ótrúlega góð, mikil gleði og spenna, sérstaklega hjá krökkunum. Langar raðir mynduðust á opnuninni og næstu daga þar á eftir,“ segir Svanberg Halldórsson, rekstrarstjóri verslana- og rekstrarsviðs.

Einn vinsælasti bangsi Build-A-Bear, kanínan Pawlett, mætti á opnunina og gátu gestir fengið mynd af sér með henni. Svanberg segir vinsældir bangsanna dreifast nokkuð jafnt en þó tróna kanínan Pawlette og bangsinn Pudding á toppnum.
Bangsasamfélagið stækkar
Eftir opnunina hafa heimsóknir í búðina verið nokkuð stöðugar og mikið líf og fjör hjá gestum, en starfsfólk Build-A-Bear er sérþjálfað í að gera upplifun viðskiptavina ógleymanlega. Þar stendur sjálf hjartaathöfnin hæst, en í henni setja viðskiptavinir hjarta í bangsann og gefa honum persónuleika með eftirminnilegum hætti.

„Bangsaverksmiðjan okkar er opin alla daga vikunnar en um tuttugu frábærir bangsasmiðir starfa í verksmiðjunni.
Í Build-A-Bear verksmiðjunni er hægt að kaupa gjafabréf til að gefa í gjafir og þannig geta allir notið upplifunarinnar sem búðinni fylgir.“
„Pop-up“ Build-A-Bear í bígerð
Sem stendur verður Build-A-Bear í Smáralind eina bangsaversksmiðjan, en hinsvegar er færanleg útgáfa af verksmiðjunni á teikniborðinu.

„Við erum að undirbúa svokallaða "pop-up" smiðju, þar sem við munum tímabundið opna litlar bangsaverksmiðjur í öðrum Hagkaups verslunum, t.d. á Akureyri. Við reiknum með að það verkefni fari í gang í haust. Fjölmargar spennandi nýjungar verða svo kynntar á komandi mánuðum og skorum við á alla áhugasama að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum“, segir Svanberg.