Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 07:37 Örvar Eggertsson var í aðalhlutverki í Garðabæ í gær en átti mark hans að standa? vísir/Diego Menn voru ekki sammála um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport hvort að mark Örvars Eggertssonar fyrir Stjörnuna gegn FH í gær, í Bestu deildinni, gæti virkilega hafa átt að standa. Umræðuna og mörkin úr leikjum gærkvöldsins má nú sjá á Vísi. Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan. Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan.
Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48