Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2025 14:30 Brynleifur Siglaugsson hefur það gott í Kenía. „Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía. Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32
Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32
Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02