Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Innlent 17.12.2025 15:30
Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Erlent 22.11.2025 17:28
Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Georgíumaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa kvænst lettneskri konu í Georgíu, í þeim tilgangi einum að afla sér dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Þriðji maður er ákærður fyrir að hafa komið hjúskapnum í kring. Innlent 3.11.2025 14:32
Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið 10.9.2025 08:57
Pálmasynir selja IKEA-starfsemina í Eystrasaltslöndunum Þeir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir hafa selt rekstur IKEA í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þeir munu áfram reka IKEA verslunina á Íslandi. Viðskipti innlent 30. ágúst 2024 07:37
Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða: Söguleg upprifjun Sjálfstæðisbarátta ykkar á seinustu áratugum seinustu aldar var þjóðarvakning: syngjandi byltingin. En hún var líka pólitísk grasrótarhreyfing – fyrir lýðræðið: Mannlega keðjan (e. Human chain). Skoðun 21. febrúar 2024 07:01
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. Erlent 13. febrúar 2024 10:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. Erlent 25. janúar 2024 08:00
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. Erlent 21. janúar 2024 14:15
Utanríkisráðherrann verður næsti forseti Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, verður næsti forseti Lettlands. Hann tekur við embættinu af Egils Levits sem hafði gegnt því frá árinu 2019. Erlent 31. maí 2023 11:44
Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. Erlent 23. maí 2023 19:16
Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. Innlent 17. maí 2023 20:59
Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. Innlent 17. maí 2023 15:19
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Erlent 17. maí 2023 13:16
Lýst eftir Arturs og skorað á hann að gefa sig fram Lögreglan lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára karlmanni frá Lettlandi en síðast sást til hans í Þorlákshöfn fyrr í dag. Lögregla skorar á Arturs að gefa sig fram. Innlent 8. nóvember 2022 23:01
Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi framseldur heim Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi. Innlent 1. nóvember 2022 10:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. Erlent 29. september 2022 14:00
Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Erlent 6. september 2022 13:00
Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. Erlent 5. september 2022 08:01
Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. Erlent 4. september 2022 18:26
Tillögur Þorsteins ekkert nema sýndarmennsku tilburðir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna ekki hafa verið neitt nema sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík. Innlent 29. ágúst 2022 21:02
Fagnar því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun og klárað dæmið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segist fyrstur stjórnmálamanna hér á landi hafa lagt til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann segir tillögur sínar hafa fengið dræm viðbrögð til að byrja með. Meðal annars frá þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni sem þó hafi klárað málið með sóma. Innlent 29. ágúst 2022 14:35
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. Innlent 26. ágúst 2022 20:01
Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. Innlent 26. ágúst 2022 14:42
Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. Innlent 25. ágúst 2022 20:08