Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2025 14:41 Svuntan sem er til sölu er bleik sem en liturinn var í miklu uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru heitinni. Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga. Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga.
Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira