Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 18:42 Helga Reynisdóttir ljósmóðir aðstoðaði við að velja vörur í boxin. Bónus Barnabónus er nýtt verkefni sem Bónus hefur hleypt af stokkunum til að styðja við bakið á barnafjölskyldum og létta þeim lífið í þessum nýja kafla lífsins. „Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að nýtast vel hinu nýfædda barni og foreldrum þess á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þar kemur fram að verkefnið sé að finnskri hugmynd og gangi út á það að öll börn eigi rétt á að fá sömu tækifæri. „Hugmyndin að Barnabónus kemur upprunalega frá Finnlandi en Barnaboxið þar í landi hefur verið eitt af þekktustu og áhrifaríkustu félagslegu verkefnum Finna frá því fyrir miðja 20. öld,“ útskýrir Björgvin. Finnska ríkið kom Barnaboxinu á fót árið 1938 til að styðja við nýja foreldra og draga úr fátækt sem þá var útbreidd í landinu. Gjöfin átti að tryggja að foreldrar nýfæddra barna hefðu aðgang að nauðsynlegum vörum og búnaði og að öll börn fengju sömu tækifæri í upphafi, óháð efnahag foreldranna. Vörur fyrir bæði barn og foreldra eru í boxinu.Bónus „Okkar Barnabónus er hugmynd af svipuðum toga, því okkur er annt um viðskiptavini og velferð þeirra. Við vonum að vörurnar í kassanum komi sér vel, en þær eru valdar í samvinnu við fagfólk,“ segir Björgvin. Vörur fyrir barn fyrst eftir fæðingu Í tilkynningu kemur fram að Bónus hafi notið leiðsagnar Helgu Reynisdóttur ljósmóður við val á vörum. „Í boxinu verða vörur fyrir barnið en þessi tími, fyrst eftir fæðingu, er tími breytinga, undra og uppgötvana,“ segir Helga. Því sé mikilvægt fyrir foreldra að þau séu í jafnvægi og sinni vel sinni andlegu og líkamlegu heilsu. „Svona gjöf er stór liður í því að auka vellíðan á þessum tíma og létta á fjárhagsáhyggjum hjá nýbökuðum foreldrum,“ segir Helga. Í Barnabónus er til dæmis að finna ungbarnagalla, bleiur, blautþurrkur, tannbursta og tannkrem, dömubindi, snuð, krem, andlitskrem fyrir móðurina, lekahlífar, Milt þvottaefni, og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að koma vörum í box. Bónus Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á bonus.is/barnabonus til að fá úthlutað Barnabónus. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona verkefni,“ útskýrir Björgvin en Bónus naut aðstoðar fjölda sjálfboðaliða sem gefa vinnu sína til styrktar samtökunum Gleym mér ei en það eru samtök sem styðja við fólk sem missa á meðgöngu. „Ein af lykilstoðum verkefnisins er að styðja við öll börn í landinu og því teljum við mikilvægt að styðja við bakið á öllum foreldrum og það er heiður að styrkja félag eins og Gleym mér ei,” segir verkefnastjóri verkefnisins, Pétur Sigurðsson. „Allt í allt gerum við ráð fyrir að gefa 5.000 Barnabónusbox á þessu ári, samtals að andvirði að minnsta kosti 150 milljóna króna,“ segir Björgvin. „Vonandi verða gjafirnar mikil búbót fyrir fjölskyldur á þessum tímamótum í lífi þeirra og létta undir með þeim, en eins og við vitum öll þá fylgir því ærinn kostnaður að eignast barn.“ Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
„Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að nýtast vel hinu nýfædda barni og foreldrum þess á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þar kemur fram að verkefnið sé að finnskri hugmynd og gangi út á það að öll börn eigi rétt á að fá sömu tækifæri. „Hugmyndin að Barnabónus kemur upprunalega frá Finnlandi en Barnaboxið þar í landi hefur verið eitt af þekktustu og áhrifaríkustu félagslegu verkefnum Finna frá því fyrir miðja 20. öld,“ útskýrir Björgvin. Finnska ríkið kom Barnaboxinu á fót árið 1938 til að styðja við nýja foreldra og draga úr fátækt sem þá var útbreidd í landinu. Gjöfin átti að tryggja að foreldrar nýfæddra barna hefðu aðgang að nauðsynlegum vörum og búnaði og að öll börn fengju sömu tækifæri í upphafi, óháð efnahag foreldranna. Vörur fyrir bæði barn og foreldra eru í boxinu.Bónus „Okkar Barnabónus er hugmynd af svipuðum toga, því okkur er annt um viðskiptavini og velferð þeirra. Við vonum að vörurnar í kassanum komi sér vel, en þær eru valdar í samvinnu við fagfólk,“ segir Björgvin. Vörur fyrir barn fyrst eftir fæðingu Í tilkynningu kemur fram að Bónus hafi notið leiðsagnar Helgu Reynisdóttur ljósmóður við val á vörum. „Í boxinu verða vörur fyrir barnið en þessi tími, fyrst eftir fæðingu, er tími breytinga, undra og uppgötvana,“ segir Helga. Því sé mikilvægt fyrir foreldra að þau séu í jafnvægi og sinni vel sinni andlegu og líkamlegu heilsu. „Svona gjöf er stór liður í því að auka vellíðan á þessum tíma og létta á fjárhagsáhyggjum hjá nýbökuðum foreldrum,“ segir Helga. Í Barnabónus er til dæmis að finna ungbarnagalla, bleiur, blautþurrkur, tannbursta og tannkrem, dömubindi, snuð, krem, andlitskrem fyrir móðurina, lekahlífar, Milt þvottaefni, og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að koma vörum í box. Bónus Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á bonus.is/barnabonus til að fá úthlutað Barnabónus. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona verkefni,“ útskýrir Björgvin en Bónus naut aðstoðar fjölda sjálfboðaliða sem gefa vinnu sína til styrktar samtökunum Gleym mér ei en það eru samtök sem styðja við fólk sem missa á meðgöngu. „Ein af lykilstoðum verkefnisins er að styðja við öll börn í landinu og því teljum við mikilvægt að styðja við bakið á öllum foreldrum og það er heiður að styrkja félag eins og Gleym mér ei,” segir verkefnastjóri verkefnisins, Pétur Sigurðsson. „Allt í allt gerum við ráð fyrir að gefa 5.000 Barnabónusbox á þessu ári, samtals að andvirði að minnsta kosti 150 milljóna króna,“ segir Björgvin. „Vonandi verða gjafirnar mikil búbót fyrir fjölskyldur á þessum tímamótum í lífi þeirra og létta undir með þeim, en eins og við vitum öll þá fylgir því ærinn kostnaður að eignast barn.“
Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira