Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 13:00 Michael Malone hafði þjálfað Nikola Jokic í tíu ár þegar hann var rekinn frá Denver Nuggets. getty/Michael Reaves Nikola Jokic var með þrefalda tvennu í fyrsta leik Denver Nuggets eftir að Michael Malone var óvænt rekinn sem þjálfari liðsins. Jokic sagði að síðustu klukkutímar hafi verið erfiðir. Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira