Menning

Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Forsetjahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason ásamt sýningarstjórunum Dagnýju Heiðdal og Ólafi Inga Jónssyni.
Forsetjahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason ásamt sýningarstjórunum Dagnýju Heiðdal og Ólafi Inga Jónssyni. Elísa B. Guðmundsdóttir

Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn.

„Eftirlíkingar listaverka og ýmis konar falsanir hafa þekkst frá fornu fari og enn koma upp fölsunarmál víða um lönd þar sem mikið kann að liggja undir. Á mörgum söfnum leynast vafasöm verk sem hafa ratað þar inn með margvíslegum hætti og á það einnig við um Listasafn Íslands.

Á sýningunni eru sagðar níu sögur af fölsuðum verkum sem hafa borist safninu með ýmsum hætti en öll tengjast þau hinu svonefnda stóra málverkafölsunarmáli sem hófst á síðasta tug 20. aldar. Undanfarin misseri hafa starfsmenn safnsins rannsakað þessi verk og hefur margt forvitnilegt komið í ljós. 

Iðulega eru fölsuð verk og eftirlíkingar eignuð látnum listamönnum en enginn er þó óhultur fyrir glæpum af þessu tagi. 

Málverkafalsanir fela meðal annars í sér skjalafals og fjársvik. Auk þess er fölsun málverka brot á höfundalögum en óheimilt er að breyta verki höfundar, þannig að höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni séu skert.

Með þessari einstöku sýningu vill Listasafn Íslands stuðla að vitundarvakningu varðandi listaverkafalsanir hér á landi og kynna rannsóknaraðferðir sem varpa ljósi á uppruna verka,“ segir í fréttatilkynningu frá safninu. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands opnaði sýninguna.Elísa B. Guðmundsdóttir

Safnið stendur sömuleiðis fyrir námskeiði í lok apríl undir heitinu Afhjúpun blekkingar - Um eftirlíkingar og falsanir.

„Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um „stóra málverkafölsunarmálið“, hvernig megi meta uppruna listaverka, tæknileg vinnubrögð við rannsóknir á fölsunum útskýrð og farið yfir viðbrögð safna og stofnana við fölsuðum listaverkum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 

Hér má sjá myndir frá opnun sýningarinnar: 

Vilhjálmur Bjarnason ræðir verkin á sýningunni.Elísa B. Guðmundsdóttir
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, glæsileg að vanda.Elísa B. Guðmundsdóttir
Forsetahjónin brostu breitt á safninu.Elísa B. Guðmundsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands ræðir við gesti.Elísa B. Guðmundsdóttir
Hjónin Ebba Margrét Magnúsdóttir og Séra Hjörtur Magni Jóhannsson ræða við Ármann Reynisson.Elísa B. Guðmundsdóttir
Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir hefur vakið eftirtekt og umtal.Elísa B. Guðmundsdóttir
Odda Júlía Snorradóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, lét sig ekki vanta. Elísa B. Guðmundsdóttir
Hjónin Gróa Finnsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson.Elísa B. Guðmundsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir, formaður Myndstefs, ásamt Veru Sveinbjörnsdóttur, framkvæmdarstjóra Myndstefs.Elísa B. Guðmundsdóttir
Það er af nógu að taka á sýningunni.Elísa B. Guðmundsdóttir
Helga Kjartansdóttir setti þumalinn upp.Elísa B. Guðmundsdóttir
Glæsileg!Elísa B. Guðmundsdóttir
Hrefna Smith í skemmtilegu samtali.Elísa B. Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hannesdóttir, Greipur Gíslason, Ragnheiður Vignisdóttir, Sigurður Gunnarsson og Harpa Þórsdóttir, fyrrum safnstjóri Listasafns Íslands á góðri stundu.Elísa B. Guðmundsdóttir
Sigga Ólafsdóttir og Hilmar Mathiesen, ásamt dóttur sinni.Elísa B. Guðmundsdóttir
Brosandi gestir.Elísa B. Guðmundsdóttir
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður, ásamt barnbarni sínu Sigrúnu Gróu.Elísa B. Guðmundsdóttir
Forsetahjónin sitja fyrir á mynd hjá Ármanni Reynissyni.Elísa B. Guðmundsdóttir
Einar Falur Ingólfsson og Sigurður Árni Sigurðsson.Elísa B. Guðmundsdóttir
Sýningarstjórarnir Ólafur Ingi Jónsson og Dagný Heiðdal.Elísa B. Guðmundsdóttir
Listamennirnir Sadie Cook og Kaisa Luukkonen.Elísa B. Guðmundsdóttir
Margt var um manninn.Elísa B. Guðmundsdóttir
Sýningahönnuðirnir Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir hjá Studio Studio.Elísa B. Guðmundsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands.Elísa B. Guðmundsdóttir
Glæsilegir gestir.Elísa B. Guðmundsdóttir
Gestir grandskoðuðu verkin.Elísa B. Guðmundsdóttir
Bryndís Jónsdóttir skemmti sér konunglega.Elísa B. Guðmundsdóttir

Tengdar fréttir

Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands

Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.