Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 22:00 Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest stefna ótrauðir að því að halda gönguna í ár, þrátt fyrir að eiga sektir yfir höfði sér. AP/Anna Szilagyi Ungverska þingið samþykkti í dag viðauka við stjórnarskrá landsins sem vegur verulega að réttindum hinsegin fólks. Viðaukinn stjórnarskrárver ný lög sem banna allar gleðigöngur í landinu. Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum. Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Ný lög sem samþykkt voru í síðasta mánuði lögðu blátt bann við nær allar samkomur hinsegin fólks í Ungverjalandi og heimiluðu löggæslu að beita andlitsgreiningarbúnaði til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn þeim. Lögin leggja bann við það að einstaklingar efni til eða mæti á viðburði sem brjóta gegn umdeildum lögum um barnavernd. Þau kveða á um að ekki megi „kynna“ kynhneigð fyrir börnum yngri en átján ára. Viðauki þessi við stjórnarskrá landsins var lögð fram af íhaldssama Fidesz-flokki forsætisráðherra landsins, Viktors Orbán, samkvæmt umfjöllun Guardian. Auk þess að stjórnarskrárverja heimild löggæslu að fylgjast með ferðum og samkomum hinsegin fólks með andlitsgreiningarbúnaði kveður viðbótin á um að til séu tvö kyn. Jafnframt heimilar stjórnarskrárviðaukinn ríkisstjórninni að svipta einstaklinga ríkisborgararétti tímabundið sem þykja ógna fullveldi eða öryggi landsins. Skriðþungaflokkurinn, Momentum Mozgalom, líkir þessum aðförum ríkisstjórnarinnar að réttindum hinsegin fólks við svipaðar aðgerðir Rússlandsstjórnar Vladímírs Pútín. Báðir leiðtogar vilja gjarnan mála sig upp sem baráttumenn fyrir hefðbundnum gildum og kjarnafjölskyldunni. Þeir líta á tilvist hinsegin fólks sem ógn við hefðbundið fjölskyldulíf og kristin gildi. Skipuleggjendur gleðigöngunnar í Búdapest segjast staðráðnir í að halda gleðigönguna aftur í sumar þrátt fyrir að sérstök viðbót í stjórnarskrá landsins banni það. Það stendur til að halda gleðigönguna 28. júní næstkomandi. „Þetta er ekki barnavernd, þetta er fasismi,“ sögðu þeir í yfirlýsingu í kjölfar samþykkis frumvarpsins um bann við gleðigöngum og öðrum hinseginmiðuðum viðburðum.
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira