Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 11:32 Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í lokahollinu á Mastersmótinu en töluðu ekkert saman á öllum hringnum. getty/Richard Heathcote Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í síðasta hollinu á Mastersmótinu í golfi á lokadeginum en annar þeirra sá til þess að samskiptin þeirra á milli voru engin. DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Masters-mótið Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Sjá meira
DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Masters-mótið Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti