„Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. apríl 2025 09:01 Esjar Smári kom ungur út úr skápnum og varð fyrir grófu einelti í grunnskóla. Vísir/Anton Brink „Það er markvisst verið að draga úr sýnileika transfólks. Þeirra sjónarhorn, þeirra sögur þurfa að heyrast,“ segir Esjar Smári Gunnarsson 17 ára trans strákur. Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks á heimsvísu. Það hefur valdið því að hinsegin fólk á Íslandi verður í vaxandi mæli fyrir fordómum. Þann 31.mars síðastliðinn var alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks. Af því tilefni birti Esjar myndskeið á facebook sem fengið hefur mikil viðbrögð en þar hvatti hann transfólk til að opna sig um reynsluheim sinn, gera sig sýnilegt og taka pláss. „Þótt svo að það komi fólki í rauninni ekkert við að hinn eða þessi sé trans þá finnst mér skipta máli að vera með sýnileika. Af því að fordómar eru sprottnir út frá fáfræði. Sýnileikinn dregur úr fordómum, þannig að þetta tvennt vinnur saman,“ segir Esjar meðal annars í myndskeiðinu. Kom út úr skápnum 12 ára gamall Esjar er uppalinn í Grafarvogi og er næstyngstur í hópi fjögurra systkina. Hann kemur úr ástríkri og samheldinni fjölskyldu sem hefur staðið þétt við bakið á honum alla tíð. „Ég var rosalega „stelpulegt“ barn, svona í grunninn, ég hafði gaman af því að klæða mig upp í kjóla og þess háttar. Ég var mjög félagslynt barn og hafði gaman af mörgu, ég var á fullu í leiklist og elskaði að syngja,“ segir Esjar í samtali við blaðamann Vísis. Að sögn Esjars gerði hann sér í raun ekki grein fyrir því að hann væri fæddur í röngum líkama, ekki fyrr en hann byrjaði að taka út kynþroska. Eftir það gerðust hlutirnir hratt og Esjar kom út úr skápnum sem transstrákur. „Fjölskyldan mín og vinir, þau tóku þessu öll rosalega vel, þó svo að þau hafi auðvitað þurft smá tíma til að aðlagast þessu og svona. Ég held reyndar að þetta hafi ekki komið þeim neitt sérstaklega á óvart,“ segir hann síðan kíminn. Esjar fór svo langt niður á tímabili að hann gerði tilraun til að svipta sig lífi. Það breytti öllu fyrir hann að byrja í hormónameðferð 16 ára gamall.Anton Brink Á þessum tíma átti Esjar stóran og þéttan vinkonuhóp – og gerir enn. „Vinkonur mínar studdu mig alla leið og þær stóðu alltaf upp fyrir mér ef ég varð fyrir aðkasti.“ Á þessum tíma tók hann upp nýja nafnið sitt: Esjar Smári. Hann kýs að deila ekki skírnarnafninu sínu með öðrum. „Ég lenti oft í því í skólanum að krakkarnir kölluðu mig með gamla nafninu mínu og ég vissi að það var bara gert til að særa mig.“ Þunglyndur og glaður á sama tíma Þó svo að nánustu aðstandendur Esjars sýndu honum fullan stuðning þá var annað uppi á teningnum í skólanum. Á þessum tíma var Esjar kominn í áttunda bekk. Það tóku við erfiðir tímar. Esjar varð að eigin sögn fyrir gífurlega aðkasti af hálfu sumra skólafélaga sinna. „Ég lenti rosalega oft í því að það var verið að hrópa og kalla á eftir mér á göngunum í skólanum, og það var verið að kasta allskonar hlutum í mig. Og það var oft gelt á mig, eins og er oft gert við trans – og hinsegin fólk. Það er verið að gefa í skyn að við séum ekki „alvöru“ manneskjur; við séum dýr. Eineltið var líka mjög mikið á netinu, það var verið að pósta myndum af mér og segja að ég væri stelpa en ekki strákur og að ég væri bara að ljúga að öllum. Það var reynt að láta líta út eins og ég væri að reyna að blekkja alla í kringum mig. Það var verið að krota allskonar ógeðslega hluti um mig á veggi og á ruslatunnur. Í eitt skipti sá ég að það var búið að krota um mig á strætóskýli: „Esjar er stelpa“ og svo eitthvað fleira. Það var hræðilegt. Ég veit ekki hverjir það voru sem gerðu þetta, þau áttuðu þau sig líklega ekki á því hvað þetta var illa gert, en kanski gera þau það í dag. Ég skil þessa hegðun, svo að segja, þetta voru bara krakkar, 12 og 13 ára krakkar og þau vissu ekki betur, þau vissu ekkert hvað það væri að vera trans. En auðvitað var þetta samt ekkert í lagi. Ég var rosalega glaður með að hafa komið út og mér leið rosalega vel með að hafa gert það. Mér fannst ég loksins vera orðinn ég sjálfur. En á sama tíma var ég svo einmana. Ég var eiginlega þunglyndur og glaður – á sama tíma. Fyrst eftir að ég kom út sem trans þá var ég mjög opinn með það, mig langaði að vera sýnilegur og opna umræðuna um transfólk og transréttindi. En allt þetta sem ég varð fyrir í skólanum, það dró mig svo niður. Ég lokaði mig af og ég hætti eiginlega alveg að tala um þetta við fólk, ég var eiginlega hættur að segja við fólk yfirhöfuð að ég væri trans. Ég vildi fela mig fyrir heiminum, ég lokaði mig frá öðru fólki og lá bara uppi í rúmi, einn inni í herberginu mínu. Það er rosalega vont að vera á þessum stað; að vera í kringum fullt af fólki en finnast maður samt vera einn í heiminum. Jafnvel þó að fjölskyldan mín og vinkonur mínar sýndu mér fullan stuðning þá fannst mér eins og allir væru á móti mér. Taldi niður dagana fram að 16 ára afmælisdeginum Eineltið varð að sögn Esjars svo mikið að hann gat ekki hugsað sér að mæta í skólann. Hann missti þar af leiðandi mikið úr skólagöngunni í gagnfræðiskóla. Vanlíðan hans var á tímabili svo gífurleg að hann byrjaði að skaða sjálfan sig. „Eftir að ég byrjaði að skaða mig þá tók fólk líka eftir því, af því það sást náttúrulega utan á mér. Þá varð ég fyrir ennþá meira aðkasti, fólk var að segja að ég væri athyglissjúkur, og það dró mig ennþá meira niður.“ Esjar upplifði loksins eins og hann væri hluti af hópnum þegar hann byrjaði í Menntaskólanum í Hamrahlíð.Anton Brink Esjar þurfti að bíða lengi eftir því að komast inn á hjá transteyminu hjá BUGL og byrja í greiningarferlinu. „Það leið meira en ár frá því að ég kom út sem trans þar til ég komst þar inn. Þetta var rosalega erfið bið og tók virkilega á.“ Þar sem að Esjar var ekki nema 13 ára þá þurfti hann að bíða í þrjú ár þar til hann gat byrjað í hormónameðferð. Það var gífurlega erfið bið. „Ég taldi nánast niður dagana fram að sextán ára afmælisdeginum mínum.“ Líkt og Esjar bendir á þá getur löng bið eftir meðferð haft gífurlega skaðleg áhrif á andlega líðan trans ungmenna. Í mörgum tilfellum sé þetta í raun algjört tímaspursmál. Esjar var á þessum tíma kominn á þann stað að hann gerði tilraun til að svipta sig lífi – en var bjargað í tæka tíð. „Ég sá bara ekki fyrir mér framtíð og mig langaði hreinlega ekki til að lifa lengur. Það er náttúrulega ekkert eðlilegt við það að unglingur sé að glíma við þessar hugsanir. Ég var rosalega oft að lenda í því að vera miskynjaður, skiljanlega, enda leit ég meira út eins og stelpa og ég hljómaði eins og stelpa og samfélagið bara tók mér þannig. En það breyttist allt þegar ég byrjaði í hormónameðferð, og röddin dýpkaði og líkamsbyggingin breyttist. Þá fyrst fór mér að líða í alvörunni vel, mér fannst ég vera orðinn ég sjálfur, loksins. Það bjargaði lífi mínu að komast loksins í hormónameðferðina, það er engin spurning.“ Upplifði sig velkominn í MH Eftir að Esjar útskrifaðist úr grunnskóla fór hann í Borgarholtsskóla, hverfisskólann sinn. „En mér leið alls ekki vel þar og mér fannst ég ekki passa þar inn.“ Í dag stundar hann nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Esjar segir að þar sem að hann missti mikið úr skólagöngunni í gagnfræðiskóla þá hafi það vissulega orðið honum til trafala í náminu í MH, en hann kann engu að síður einstaklega vel við sig í skólanum. Þar á hann góðan vinahóp – og kærustu líka. „Það var allt annað að koma í MH. Það er svo mikill fjölbreytileiki í nemendahópnum og ég hitti svo mikið af fólki sem ég tengdi við. Það eru mjög margir trans nemendur í MH – og kvárar líka, og það er mjög mikið talað um réttindi kynsegin fólks. Mér hefur aldrei liðið eins vel og fundist ég vera eins öruggur í skóla.“ Hormónameðferðin var af augljósum ástæðum gífurlega mikið inngríp. Áður en Esjar byrjaði í meðferðinni þurfti hann til að mynda að hugsa út í það hvort hann vildi eiga möguleika á því að eignast börn í framtíðinni – eitthvað sem fæstir leiða hugann að sextán ára gamlir. „Ég ákvað að láta frysta egg, sem er auðvitað mjög óeðlilegt að gera á þessum aldri, og það var virkilega sársaukafullt ferli sem tók á, bæði andlega og líkamlega.“ Í dag er Esjar búin að vera í hormónameðferð í tæplega eitt og hálft ár- og mun halda því áfram út ævina. Mér hefur ekki liðið svona vel síðan ég var barn. Esjar hefur oftar en einu sinni verið spurður hvort hann ætli að fara „alla leið“ í kynleiðréttingarferlinu. „Þetta er náttúrulega bara þannig að þegar maður segir fólki að maður sé trans þá er þetta það fyrsta sem fólk hugsar um, hvað maður er með í buxunum. En ég svara þessu nú alltaf þannig að ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Ég er ennþá svo ungur og ég er ekki búinn að hugsa þetta svo langt.“ Esjar hefur sterkar skoðanir á málefnum trans - og hinsegin fólks.Vísir/Anton Brink Fræðsla dregur úr fordómum Mikið hefur verið fjallað um síversnandi stöðu trans fólks vestanhafs vegna þeirrar aðfarar sem verið hefur gegn réttindum þess. „Það er svo hræðilegt að heyra þetta. Ég fæ hreinlega sting í hjartað við að hugsa allt sem er í gangi, sérstaklega úti í heimi. Það er hreinlega verkið að þurrka transsamfélagið út,“ segir Esjar. Hann bendir á bakslagið sem orðið hefur hafi leitt til þess að trans- og hinsegin einstaklingar forðast enn frekar að tjá sig opinberlega, af ótta við að verða fyrir aðkasti, fordómum og ofbeldi. Og hann vill leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna. „Það þarf að gera eitthvað í þessu, það þarf að bregðast við í stað þess að sitja hjá og leyfa þessu að þróast í þessa átt.“ Esjar er þegar búinn að setja stefnuna á háskólanám í félagsfræði og kynjafræði í framtíðinni. Honum langar að fara í mastersnám í kynjafræði og kenna síðan fagið í framhaldsskóla. Hann er ekki sammála Snorra Mássyni þingmanni Miðflokksins, sem í byrjun mánaðarins flutti harðorða ræðu á Alþingi og gagnrýndi að kynjafræði væri orðinn skylduáfangi í framhaldsskólum. „Það skiptir öllu máli að ungir krakkar fá þessa fræðslu í skólanum, frá kennurum og fagaðilum. Og því fyrr, því betra. Það kemur í veg fyrir að þau ali með sér fordóma og andúð á hinsegin fólki og transfólki.“ Esjar telur einnig mikilvægt að opna umræðuna um andlega líðan og heilsu trans- og hinsegin barna. Hann vill hvetja unga trans einstaklinga til að sækja sér aðstoð og stuðning – og sömuleiðis hvetja aðstandendur til að vera til staðar. Hann segist vera ævinlega þakklátur transteyminu hjá BUGL, fyrir að hafa gripið hann á sínum tíma og veitt honum þá aðstoð og stuðning sem hann þurfti á að halda. Hann nefnir einnig starfsemi hinsegin félagsmiðstöðvarinnar hjá Samtökunum 78, sem reyndist honum einstaklega vel á sínum tíma. „Áður en ég kom út þegar ég var 12 ára þá hafði aldrei heyrt um eða verið í kringum aðrar transmanneskjur. Síðan byrjaði ég að mæta í hinsegin félagsmiðstöðina og þá fyrst kynntist ég fólki sem var eins og ég. Það breytti öllu. Það er frábært fólk þarna úti sem er tilbúið að taka á móti og hlusta. Það skiptir máli að leita sér hjálpar og biðja um aðstoð ef maður þarf á henni að halda.“ Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks á heimsvísu. Það hefur valdið því að hinsegin fólk á Íslandi verður í vaxandi mæli fyrir fordómum. Þann 31.mars síðastliðinn var alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks. Af því tilefni birti Esjar myndskeið á facebook sem fengið hefur mikil viðbrögð en þar hvatti hann transfólk til að opna sig um reynsluheim sinn, gera sig sýnilegt og taka pláss. „Þótt svo að það komi fólki í rauninni ekkert við að hinn eða þessi sé trans þá finnst mér skipta máli að vera með sýnileika. Af því að fordómar eru sprottnir út frá fáfræði. Sýnileikinn dregur úr fordómum, þannig að þetta tvennt vinnur saman,“ segir Esjar meðal annars í myndskeiðinu. Kom út úr skápnum 12 ára gamall Esjar er uppalinn í Grafarvogi og er næstyngstur í hópi fjögurra systkina. Hann kemur úr ástríkri og samheldinni fjölskyldu sem hefur staðið þétt við bakið á honum alla tíð. „Ég var rosalega „stelpulegt“ barn, svona í grunninn, ég hafði gaman af því að klæða mig upp í kjóla og þess háttar. Ég var mjög félagslynt barn og hafði gaman af mörgu, ég var á fullu í leiklist og elskaði að syngja,“ segir Esjar í samtali við blaðamann Vísis. Að sögn Esjars gerði hann sér í raun ekki grein fyrir því að hann væri fæddur í röngum líkama, ekki fyrr en hann byrjaði að taka út kynþroska. Eftir það gerðust hlutirnir hratt og Esjar kom út úr skápnum sem transstrákur. „Fjölskyldan mín og vinir, þau tóku þessu öll rosalega vel, þó svo að þau hafi auðvitað þurft smá tíma til að aðlagast þessu og svona. Ég held reyndar að þetta hafi ekki komið þeim neitt sérstaklega á óvart,“ segir hann síðan kíminn. Esjar fór svo langt niður á tímabili að hann gerði tilraun til að svipta sig lífi. Það breytti öllu fyrir hann að byrja í hormónameðferð 16 ára gamall.Anton Brink Á þessum tíma átti Esjar stóran og þéttan vinkonuhóp – og gerir enn. „Vinkonur mínar studdu mig alla leið og þær stóðu alltaf upp fyrir mér ef ég varð fyrir aðkasti.“ Á þessum tíma tók hann upp nýja nafnið sitt: Esjar Smári. Hann kýs að deila ekki skírnarnafninu sínu með öðrum. „Ég lenti oft í því í skólanum að krakkarnir kölluðu mig með gamla nafninu mínu og ég vissi að það var bara gert til að særa mig.“ Þunglyndur og glaður á sama tíma Þó svo að nánustu aðstandendur Esjars sýndu honum fullan stuðning þá var annað uppi á teningnum í skólanum. Á þessum tíma var Esjar kominn í áttunda bekk. Það tóku við erfiðir tímar. Esjar varð að eigin sögn fyrir gífurlega aðkasti af hálfu sumra skólafélaga sinna. „Ég lenti rosalega oft í því að það var verið að hrópa og kalla á eftir mér á göngunum í skólanum, og það var verið að kasta allskonar hlutum í mig. Og það var oft gelt á mig, eins og er oft gert við trans – og hinsegin fólk. Það er verið að gefa í skyn að við séum ekki „alvöru“ manneskjur; við séum dýr. Eineltið var líka mjög mikið á netinu, það var verið að pósta myndum af mér og segja að ég væri stelpa en ekki strákur og að ég væri bara að ljúga að öllum. Það var reynt að láta líta út eins og ég væri að reyna að blekkja alla í kringum mig. Það var verið að krota allskonar ógeðslega hluti um mig á veggi og á ruslatunnur. Í eitt skipti sá ég að það var búið að krota um mig á strætóskýli: „Esjar er stelpa“ og svo eitthvað fleira. Það var hræðilegt. Ég veit ekki hverjir það voru sem gerðu þetta, þau áttuðu þau sig líklega ekki á því hvað þetta var illa gert, en kanski gera þau það í dag. Ég skil þessa hegðun, svo að segja, þetta voru bara krakkar, 12 og 13 ára krakkar og þau vissu ekki betur, þau vissu ekkert hvað það væri að vera trans. En auðvitað var þetta samt ekkert í lagi. Ég var rosalega glaður með að hafa komið út og mér leið rosalega vel með að hafa gert það. Mér fannst ég loksins vera orðinn ég sjálfur. En á sama tíma var ég svo einmana. Ég var eiginlega þunglyndur og glaður – á sama tíma. Fyrst eftir að ég kom út sem trans þá var ég mjög opinn með það, mig langaði að vera sýnilegur og opna umræðuna um transfólk og transréttindi. En allt þetta sem ég varð fyrir í skólanum, það dró mig svo niður. Ég lokaði mig af og ég hætti eiginlega alveg að tala um þetta við fólk, ég var eiginlega hættur að segja við fólk yfirhöfuð að ég væri trans. Ég vildi fela mig fyrir heiminum, ég lokaði mig frá öðru fólki og lá bara uppi í rúmi, einn inni í herberginu mínu. Það er rosalega vont að vera á þessum stað; að vera í kringum fullt af fólki en finnast maður samt vera einn í heiminum. Jafnvel þó að fjölskyldan mín og vinkonur mínar sýndu mér fullan stuðning þá fannst mér eins og allir væru á móti mér. Taldi niður dagana fram að 16 ára afmælisdeginum Eineltið varð að sögn Esjars svo mikið að hann gat ekki hugsað sér að mæta í skólann. Hann missti þar af leiðandi mikið úr skólagöngunni í gagnfræðiskóla. Vanlíðan hans var á tímabili svo gífurleg að hann byrjaði að skaða sjálfan sig. „Eftir að ég byrjaði að skaða mig þá tók fólk líka eftir því, af því það sást náttúrulega utan á mér. Þá varð ég fyrir ennþá meira aðkasti, fólk var að segja að ég væri athyglissjúkur, og það dró mig ennþá meira niður.“ Esjar upplifði loksins eins og hann væri hluti af hópnum þegar hann byrjaði í Menntaskólanum í Hamrahlíð.Anton Brink Esjar þurfti að bíða lengi eftir því að komast inn á hjá transteyminu hjá BUGL og byrja í greiningarferlinu. „Það leið meira en ár frá því að ég kom út sem trans þar til ég komst þar inn. Þetta var rosalega erfið bið og tók virkilega á.“ Þar sem að Esjar var ekki nema 13 ára þá þurfti hann að bíða í þrjú ár þar til hann gat byrjað í hormónameðferð. Það var gífurlega erfið bið. „Ég taldi nánast niður dagana fram að sextán ára afmælisdeginum mínum.“ Líkt og Esjar bendir á þá getur löng bið eftir meðferð haft gífurlega skaðleg áhrif á andlega líðan trans ungmenna. Í mörgum tilfellum sé þetta í raun algjört tímaspursmál. Esjar var á þessum tíma kominn á þann stað að hann gerði tilraun til að svipta sig lífi – en var bjargað í tæka tíð. „Ég sá bara ekki fyrir mér framtíð og mig langaði hreinlega ekki til að lifa lengur. Það er náttúrulega ekkert eðlilegt við það að unglingur sé að glíma við þessar hugsanir. Ég var rosalega oft að lenda í því að vera miskynjaður, skiljanlega, enda leit ég meira út eins og stelpa og ég hljómaði eins og stelpa og samfélagið bara tók mér þannig. En það breyttist allt þegar ég byrjaði í hormónameðferð, og röddin dýpkaði og líkamsbyggingin breyttist. Þá fyrst fór mér að líða í alvörunni vel, mér fannst ég vera orðinn ég sjálfur, loksins. Það bjargaði lífi mínu að komast loksins í hormónameðferðina, það er engin spurning.“ Upplifði sig velkominn í MH Eftir að Esjar útskrifaðist úr grunnskóla fór hann í Borgarholtsskóla, hverfisskólann sinn. „En mér leið alls ekki vel þar og mér fannst ég ekki passa þar inn.“ Í dag stundar hann nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Esjar segir að þar sem að hann missti mikið úr skólagöngunni í gagnfræðiskóla þá hafi það vissulega orðið honum til trafala í náminu í MH, en hann kann engu að síður einstaklega vel við sig í skólanum. Þar á hann góðan vinahóp – og kærustu líka. „Það var allt annað að koma í MH. Það er svo mikill fjölbreytileiki í nemendahópnum og ég hitti svo mikið af fólki sem ég tengdi við. Það eru mjög margir trans nemendur í MH – og kvárar líka, og það er mjög mikið talað um réttindi kynsegin fólks. Mér hefur aldrei liðið eins vel og fundist ég vera eins öruggur í skóla.“ Hormónameðferðin var af augljósum ástæðum gífurlega mikið inngríp. Áður en Esjar byrjaði í meðferðinni þurfti hann til að mynda að hugsa út í það hvort hann vildi eiga möguleika á því að eignast börn í framtíðinni – eitthvað sem fæstir leiða hugann að sextán ára gamlir. „Ég ákvað að láta frysta egg, sem er auðvitað mjög óeðlilegt að gera á þessum aldri, og það var virkilega sársaukafullt ferli sem tók á, bæði andlega og líkamlega.“ Í dag er Esjar búin að vera í hormónameðferð í tæplega eitt og hálft ár- og mun halda því áfram út ævina. Mér hefur ekki liðið svona vel síðan ég var barn. Esjar hefur oftar en einu sinni verið spurður hvort hann ætli að fara „alla leið“ í kynleiðréttingarferlinu. „Þetta er náttúrulega bara þannig að þegar maður segir fólki að maður sé trans þá er þetta það fyrsta sem fólk hugsar um, hvað maður er með í buxunum. En ég svara þessu nú alltaf þannig að ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Ég er ennþá svo ungur og ég er ekki búinn að hugsa þetta svo langt.“ Esjar hefur sterkar skoðanir á málefnum trans - og hinsegin fólks.Vísir/Anton Brink Fræðsla dregur úr fordómum Mikið hefur verið fjallað um síversnandi stöðu trans fólks vestanhafs vegna þeirrar aðfarar sem verið hefur gegn réttindum þess. „Það er svo hræðilegt að heyra þetta. Ég fæ hreinlega sting í hjartað við að hugsa allt sem er í gangi, sérstaklega úti í heimi. Það er hreinlega verkið að þurrka transsamfélagið út,“ segir Esjar. Hann bendir á bakslagið sem orðið hefur hafi leitt til þess að trans- og hinsegin einstaklingar forðast enn frekar að tjá sig opinberlega, af ótta við að verða fyrir aðkasti, fordómum og ofbeldi. Og hann vill leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna. „Það þarf að gera eitthvað í þessu, það þarf að bregðast við í stað þess að sitja hjá og leyfa þessu að þróast í þessa átt.“ Esjar er þegar búinn að setja stefnuna á háskólanám í félagsfræði og kynjafræði í framtíðinni. Honum langar að fara í mastersnám í kynjafræði og kenna síðan fagið í framhaldsskóla. Hann er ekki sammála Snorra Mássyni þingmanni Miðflokksins, sem í byrjun mánaðarins flutti harðorða ræðu á Alþingi og gagnrýndi að kynjafræði væri orðinn skylduáfangi í framhaldsskólum. „Það skiptir öllu máli að ungir krakkar fá þessa fræðslu í skólanum, frá kennurum og fagaðilum. Og því fyrr, því betra. Það kemur í veg fyrir að þau ali með sér fordóma og andúð á hinsegin fólki og transfólki.“ Esjar telur einnig mikilvægt að opna umræðuna um andlega líðan og heilsu trans- og hinsegin barna. Hann vill hvetja unga trans einstaklinga til að sækja sér aðstoð og stuðning – og sömuleiðis hvetja aðstandendur til að vera til staðar. Hann segist vera ævinlega þakklátur transteyminu hjá BUGL, fyrir að hafa gripið hann á sínum tíma og veitt honum þá aðstoð og stuðning sem hann þurfti á að halda. Hann nefnir einnig starfsemi hinsegin félagsmiðstöðvarinnar hjá Samtökunum 78, sem reyndist honum einstaklega vel á sínum tíma. „Áður en ég kom út þegar ég var 12 ára þá hafði aldrei heyrt um eða verið í kringum aðrar transmanneskjur. Síðan byrjaði ég að mæta í hinsegin félagsmiðstöðina og þá fyrst kynntist ég fólki sem var eins og ég. Það breytti öllu. Það er frábært fólk þarna úti sem er tilbúið að taka á móti og hlusta. Það skiptir máli að leita sér hjálpar og biðja um aðstoð ef maður þarf á henni að halda.“
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira