Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 10:06 Anthony Davis er farinn í sumarfrí eftir tapið í nótt. Getty/Justin Ford Stuðningsmenn Dallas Mavericks virðast hreinlega fegnir að leiktíð liðsins hafi lokið í NBA-deildinni í nótt og sumir ætla núna að styðja við Luka Doncic með LA Lakers í úrslitakeppninni. Þetta segir staðarmiðillinn The Dallas Morning News um viðbrögð stuðningsmanna við 120-106 tapinu gegm Memphis Grizzlies í nótt, í umspili um sæti í úrslitakeppninni. „Langri martröð okkar er lokið. Versta tímabil Mavericks frá upphafi,“ skrifar einn. „Rekið Nico, skiptið öllum út, seljið liðið,“ skrifar annar en Nico Harrison gæti varla verið óvinsælli eftir ákvörðunina um að skipta Luka Doncic út í vetur. Ákvörðun sem enginn virðist botna í og verður seint fyrirgefin. Anthony Davis, sem kom til Dallas frá Lakers þegar Doncic var skipt út, skoraði 40 stig og tók níu fráköst í leiknum í nótt. Hann átti samt erfitt með að spila í seinni hálfleik, vegna meiðsla í nára og baki, og hætti að spila þegar rúmar fimm mínútur voru eftir enda voru úrslitin þá ráðin. Ja Morant skoraði 22 stig fyrir Memphis, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar auk þess að stela boltanum þrisvar, þrátt fyrir ökklameiðsli sín. Jaren Jackson Jr. skoraði 24 stig og Desmond Bane 22 stig. ALL. THE. ANGLES. 📹🤳📸 https://t.co/c6HQCsf4hL pic.twitter.com/QA318aY4Uw— NBA (@NBA) April 19, 2025 Memphis mun nú mæta Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni austurdeildarinnar með því að vinna Atlanta Hawks, 123-114. Heat mun því mæta Cleveland Cavaliers, toppliði austurdeildarinnar, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þar með er allt klárt fyrir úrslitakeppnina sem hefst í dag með tveimur einvígum í austurdeildinni og tveimur í vesturdeildinni. Þetta eru einvígin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Twitter/Bleacher Report NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Þetta segir staðarmiðillinn The Dallas Morning News um viðbrögð stuðningsmanna við 120-106 tapinu gegm Memphis Grizzlies í nótt, í umspili um sæti í úrslitakeppninni. „Langri martröð okkar er lokið. Versta tímabil Mavericks frá upphafi,“ skrifar einn. „Rekið Nico, skiptið öllum út, seljið liðið,“ skrifar annar en Nico Harrison gæti varla verið óvinsælli eftir ákvörðunina um að skipta Luka Doncic út í vetur. Ákvörðun sem enginn virðist botna í og verður seint fyrirgefin. Anthony Davis, sem kom til Dallas frá Lakers þegar Doncic var skipt út, skoraði 40 stig og tók níu fráköst í leiknum í nótt. Hann átti samt erfitt með að spila í seinni hálfleik, vegna meiðsla í nára og baki, og hætti að spila þegar rúmar fimm mínútur voru eftir enda voru úrslitin þá ráðin. Ja Morant skoraði 22 stig fyrir Memphis, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar auk þess að stela boltanum þrisvar, þrátt fyrir ökklameiðsli sín. Jaren Jackson Jr. skoraði 24 stig og Desmond Bane 22 stig. ALL. THE. ANGLES. 📹🤳📸 https://t.co/c6HQCsf4hL pic.twitter.com/QA318aY4Uw— NBA (@NBA) April 19, 2025 Memphis mun nú mæta Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni austurdeildarinnar með því að vinna Atlanta Hawks, 123-114. Heat mun því mæta Cleveland Cavaliers, toppliði austurdeildarinnar, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þar með er allt klárt fyrir úrslitakeppnina sem hefst í dag með tveimur einvígum í austurdeildinni og tveimur í vesturdeildinni. Þetta eru einvígin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Twitter/Bleacher Report
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum