Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 22:32 Spreytir sig sem þjálfari út tímabilið. Marc Atkins/Getty Images Cardiff City hefur rekið þjálfarann Omer Riza þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu í ensku B-deild karla í knattspyrnu. Hinn meiddi Aaron Ramsey mun stýra liðinu í leikjunum sem framundan eru en liðið er í bullandi fallbaráttu. Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í dag, var orðaður við Cardiff City þegar hann var þjálfari KV Kortrijk í Belgíu þar sem félögin eru í eigu sama einstaklings. Freyr færði sig ekki um set og var á endanum látinn fara frá Kortrijk. Hvort hann væri enn í starfi hjá Cardiff er ólíklegt þar sem allt hefur gengið á afturfótunum hjá liðinu á leiktíðinni. Félagið rak hinn tyrkneska Erol Bulut eftir skelfilega byrjun í september síðastliðnum. Omer Riza, aðstoðarmaður hans, tók við liðinu og stýrði því þangað til í dag þegar hann var látinn fara eftir slakt gengi undanfarið. Liðið hafði aðeins unnið tvo af síðustu 10 leikjum sínum og er í fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Það kemur í hlut hins 34 ára gamla Ramsey – sem lék á sínum tíma með Arsenal og Juventus ásamt því að spila 86 A-landsleiki fyrir Wales – að reyna halda Cardiff City í ensku B-deildinni. Cardiff City FC can confirm that Omer Riza has been relieved of his duties as First Team Manager.Aaron Ramsey will lead the Club for the remaining three games of the Championship season, beginning with Monday’s match at home to Oxford United.#CityAsOne— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) April 19, 2025 Ramsey er uppalinn hjá Cardiff og sneri aftur í raðir félagsins árið 2023. Líkt og lungann af hans ferli hafa meiðsli hrjáð hann síðan hann sneri til baka og mun hann ekki spila með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar. Hann fær þó tækifæri til að leggja sitt á vogarskálarnar af hliðarlínunni. Cardiff er sem stendur í 23. sæti með 42 stigi, aðeins stigi frá öruggu sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í dag, var orðaður við Cardiff City þegar hann var þjálfari KV Kortrijk í Belgíu þar sem félögin eru í eigu sama einstaklings. Freyr færði sig ekki um set og var á endanum látinn fara frá Kortrijk. Hvort hann væri enn í starfi hjá Cardiff er ólíklegt þar sem allt hefur gengið á afturfótunum hjá liðinu á leiktíðinni. Félagið rak hinn tyrkneska Erol Bulut eftir skelfilega byrjun í september síðastliðnum. Omer Riza, aðstoðarmaður hans, tók við liðinu og stýrði því þangað til í dag þegar hann var látinn fara eftir slakt gengi undanfarið. Liðið hafði aðeins unnið tvo af síðustu 10 leikjum sínum og er í fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Það kemur í hlut hins 34 ára gamla Ramsey – sem lék á sínum tíma með Arsenal og Juventus ásamt því að spila 86 A-landsleiki fyrir Wales – að reyna halda Cardiff City í ensku B-deildinni. Cardiff City FC can confirm that Omer Riza has been relieved of his duties as First Team Manager.Aaron Ramsey will lead the Club for the remaining three games of the Championship season, beginning with Monday’s match at home to Oxford United.#CityAsOne— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) April 19, 2025 Ramsey er uppalinn hjá Cardiff og sneri aftur í raðir félagsins árið 2023. Líkt og lungann af hans ferli hafa meiðsli hrjáð hann síðan hann sneri til baka og mun hann ekki spila með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar. Hann fær þó tækifæri til að leggja sitt á vogarskálarnar af hliðarlínunni. Cardiff er sem stendur í 23. sæti með 42 stigi, aðeins stigi frá öruggu sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira