Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 15:43 Lyfin tvö gæta leitt til betri batahorfa einstaklinga sem hafa fengið hjartaáfall. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. „Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér. Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér.
Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira