Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 12:12 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni lögmanns á meinta vanþekkingu hennar á eigin málaflokki. Starfshópur sem hún skipaði til að yfirfara reglur um dvalarleyfi sé mannaður af sérfræðingum í málaflokknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira