„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 21:45 Jamil Abiad, þjálfari Vals, sá stórmun á liðinu milli leikja en þarf að finna lausnir sóknarlega. vísir / pawel Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira