„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 21:45 Jamil Abiad, þjálfari Vals, sá stórmun á liðinu milli leikja en þarf að finna lausnir sóknarlega. vísir / pawel Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira