Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 16:06 Sólveig Anna er hætt í Sósíalistaflokki Íslands. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. Frá þessu greinir Sólveig Anna í færslu í Facebookhópnum Rauða þræðinum og vísar í ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, sem ástæðu þess að hún segir sig úr flokknum. Enn tekist á um blessað woke-ið Ummælin ritaði María í dag við færslu sem Sólveig Anna birti um helgina. Þar fjallaði Sólveig Anna um það sem hún kallar „hatursorðræðu woke-istanna“. Hart hefur verið tekist á innan raða Sósíalista um svokallað woke síðan Sólveig Anna sagði í umræðuþætti á Samstöðinni, fjölmiðli sem styrktur er af Sósíalistaflokknum, alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur,“ sagði Sólveig Anna meðal annars. Hafi verið sökuð um glæpi Sólveig Anna sagði í færslu á Rauða þræðinum um helgina að frá því að hún mætti í umræðuþáttinn á Samstöðinni hefði hún verið sökuð um hina ýmsu glæpi. „M.a. stuðning við öfgahægrið, að vera haldinn white saviour complex, að traðka á jaðarsettum hópum og eyðileggja baráttu vinnuaflsins. Og ýmislegt í þessum dúr. Fremstar í refsi-flokki hafa farið tvær konur, báðar meðlimir í Sósíalistaflokknum. Önnur er í borgarstjórnarflokknum, hefur setið í ýmsum stjórnum og hin hefur verið á framboðslistum flokksins, nú síðast 2024,“ sagði Sólveig Anna. Ljóst er að sú síðarnefnda er áðurnefnd María en hún var í öðru sæti á lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. Hún leiddi lista flokksins í Kraganum árið 2021. Sjálf skipaði Sólveig Anna þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég er sósíalisti. Ég stend með og hef ávallt gert, baráttu kúgaðs fólks fyrir réttlæti. En ég hef engan áhuga á að taka þátt í samskiptum við fólk sem heldur að það sem mestu máli skipti sé að vinna fórnarlambs-keppni megin-straumsins eða úthrópa fólk sem vini öfga-hægrisins og níðinga fyrir það eitt að hafa ekki allar réttu skoðanirnar og fremja með því hugsanaglæpi sem refsa skuli með algjörri útskúfun. Ég trúi ekki öðru en margir sósíalistar séu mér sammála - og vilji líkt og ég hafna þeim barbarisma sem að fólgin er í ofsóknum woke-istanna.“ Ljóst að hún eigi ekki heima í flokknum Í dag birti Sólveig Anna færslu þar sem hún birti skjáskot af eftirfarandi athugasemd Maríu við pistil hennar. „Það er dálítið langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér. En í nokkur ár var þetta stemmningin víða. Að ég væri einhverskonar hættulegur glæpamaður - sem allt gott fólk ætti að hata. Það er undarlegt að sjá þessa skoðun lifa góðu lífi innan Sósíalistaflokksins á sama tíma og hún hefur að mestu gengið niður annarsstaðar,“ segir Sólveig Anna um ummælin. Við að lesa svívirðingar, þar sem ein af forystukonum flokksins líki henni við fasista og segi hana tala gegn mannréttindum, sé henni ljóst að hún eigi ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. „Það þykir mér leitt en við því er ekkert að gera. Nema að hætta í flokknum sem ég geri hér með. Ég get ekki tilheyrt hópi þar sem að stemmningin er orðin svona yfirgengilega biluð.“ Í athugasemd við færsluna birtir Sólveig Anna skjáskot af tölvubréfi þar sem hún tilkynnir afsögn sína úr Sósíalistaflokknum. Athygli vekur að í gær greindi Heimildin frá því að Sólveig Anna hefði verið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem rekur Samstöðina, á aðalfundi félagsins þann 10. apríl síðastliðinn. Talsverður hluti af styrkjum sem Sósíalistaflokkurinn þiggur úr ríkissjóði rennur inn í Alþýðufélagið. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Frá þessu greinir Sólveig Anna í færslu í Facebookhópnum Rauða þræðinum og vísar í ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, sem ástæðu þess að hún segir sig úr flokknum. Enn tekist á um blessað woke-ið Ummælin ritaði María í dag við færslu sem Sólveig Anna birti um helgina. Þar fjallaði Sólveig Anna um það sem hún kallar „hatursorðræðu woke-istanna“. Hart hefur verið tekist á innan raða Sósíalista um svokallað woke síðan Sólveig Anna sagði í umræðuþætti á Samstöðinni, fjölmiðli sem styrktur er af Sósíalistaflokknum, alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur,“ sagði Sólveig Anna meðal annars. Hafi verið sökuð um glæpi Sólveig Anna sagði í færslu á Rauða þræðinum um helgina að frá því að hún mætti í umræðuþáttinn á Samstöðinni hefði hún verið sökuð um hina ýmsu glæpi. „M.a. stuðning við öfgahægrið, að vera haldinn white saviour complex, að traðka á jaðarsettum hópum og eyðileggja baráttu vinnuaflsins. Og ýmislegt í þessum dúr. Fremstar í refsi-flokki hafa farið tvær konur, báðar meðlimir í Sósíalistaflokknum. Önnur er í borgarstjórnarflokknum, hefur setið í ýmsum stjórnum og hin hefur verið á framboðslistum flokksins, nú síðast 2024,“ sagði Sólveig Anna. Ljóst er að sú síðarnefnda er áðurnefnd María en hún var í öðru sæti á lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. Hún leiddi lista flokksins í Kraganum árið 2021. Sjálf skipaði Sólveig Anna þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég er sósíalisti. Ég stend með og hef ávallt gert, baráttu kúgaðs fólks fyrir réttlæti. En ég hef engan áhuga á að taka þátt í samskiptum við fólk sem heldur að það sem mestu máli skipti sé að vinna fórnarlambs-keppni megin-straumsins eða úthrópa fólk sem vini öfga-hægrisins og níðinga fyrir það eitt að hafa ekki allar réttu skoðanirnar og fremja með því hugsanaglæpi sem refsa skuli með algjörri útskúfun. Ég trúi ekki öðru en margir sósíalistar séu mér sammála - og vilji líkt og ég hafna þeim barbarisma sem að fólgin er í ofsóknum woke-istanna.“ Ljóst að hún eigi ekki heima í flokknum Í dag birti Sólveig Anna færslu þar sem hún birti skjáskot af eftirfarandi athugasemd Maríu við pistil hennar. „Það er dálítið langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér. En í nokkur ár var þetta stemmningin víða. Að ég væri einhverskonar hættulegur glæpamaður - sem allt gott fólk ætti að hata. Það er undarlegt að sjá þessa skoðun lifa góðu lífi innan Sósíalistaflokksins á sama tíma og hún hefur að mestu gengið niður annarsstaðar,“ segir Sólveig Anna um ummælin. Við að lesa svívirðingar, þar sem ein af forystukonum flokksins líki henni við fasista og segi hana tala gegn mannréttindum, sé henni ljóst að hún eigi ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. „Það þykir mér leitt en við því er ekkert að gera. Nema að hætta í flokknum sem ég geri hér með. Ég get ekki tilheyrt hópi þar sem að stemmningin er orðin svona yfirgengilega biluð.“ Í athugasemd við færsluna birtir Sólveig Anna skjáskot af tölvubréfi þar sem hún tilkynnir afsögn sína úr Sósíalistaflokknum. Athygli vekur að í gær greindi Heimildin frá því að Sólveig Anna hefði verið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem rekur Samstöðina, á aðalfundi félagsins þann 10. apríl síðastliðinn. Talsverður hluti af styrkjum sem Sósíalistaflokkurinn þiggur úr ríkissjóði rennur inn í Alþýðufélagið.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16