Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 20:40 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjórI Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira