Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. apríl 2025 10:01 Friðrik Dór flytur öll sín bestu lög í Bæjarbíói í Hafnarfirði í haust. Óli Már Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi. „Þetta var hugmynd sem ég fékk fyrir einhverju síðan; að taka allt efnið mitt, enda heitir þetta Friðrik Dór - Allt,“ sagði Friðrik Dór í samtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í vikunni. Friðrik Dór hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í sextán ár og á að baki tugi laga og hefur auk þess gefið út nokkrar plötur, má þar nefna Allt sem þú átt, Vélrænn og svo smáskífurnar Mæður og Dætur. Á tónleikaröðinni mun hann taka plöturnar í heild sinni. „Í gegnum árin hef ég unnið í samstarfi pródúsentana mína, Ásgeir og Pálma. Fyrstu plötuna (innsk. blm. Allt sem þú átt) samdi ég sjálfur og vann með Red Lights. Svo hafa komið plötur eins og Mæður þar sem ég samdi allt,“ útskýrir hann. „Það hafa mjög fáir tak á því að búa til lag, það er mikilvægt að byggja teymi í kringum sig sem lyftir manni upp,“ segir Friðrik sem nýverið vann með Bubba og lýsir því samstarfi sem „geðveiku og geggjuðu“. Uppselt er á mörg kvöld í Bæjarbíói og Friðrik Dór segir unnið að því að bæta við aukatónleikum. Hann hyggst einnig bjóða upp á sérstaka fjölskyldutónleika á laugardeginum. „Þá verður þetta bara klukkutími – við tökum Hundinn og eitthvað. Þetta verður létt og skemmtilegt fyrir alla.“ Í viðtalinu við Ívar segir Friðrik að mikið hafi breyst í tónlistarheiminum á síðustu árum. Hann hefur unnið með alls kyns tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Margir ungir og efnilegir tónlistarmenn komi fram á sjónarsviðið með reglulegu millibili og það geti verið áskorun að fylgjast með því sem er í gangi hverju sinni. „Svo er það þannig í mínu tilfelli að ég á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina minna – ég á í fullu fangi með það. En ég reyni að fylgjast með,“ segir hann og hlær. Tónleikaröðin fer fram í september í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Friðrik Dór söng sín fallegustu lög Friðrik Dór var þriðji söngvarinn sem steig á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu 4 fimmtudagskvöld klukkan 20:00. 16. nóvember 2023 17:17 Friðrik Dór kennir krökkum klassíska útileiki "Skilaboðin eru skýr: krakkarnir eiga að drífa sig út og safna freknum á nefið.“ 26. júlí 2013 15:00 Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm.Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi. 9. janúar 2023 10:07 Friðrik Dór á íslenskan tvífara Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson á tvífara hér á landi en svo skemmtilega vildi til að þeir sátu saman í brúðkaupsveislu um síðustu helgi. 21. ágúst 2015 16:45 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Þetta var hugmynd sem ég fékk fyrir einhverju síðan; að taka allt efnið mitt, enda heitir þetta Friðrik Dór - Allt,“ sagði Friðrik Dór í samtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í vikunni. Friðrik Dór hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í sextán ár og á að baki tugi laga og hefur auk þess gefið út nokkrar plötur, má þar nefna Allt sem þú átt, Vélrænn og svo smáskífurnar Mæður og Dætur. Á tónleikaröðinni mun hann taka plöturnar í heild sinni. „Í gegnum árin hef ég unnið í samstarfi pródúsentana mína, Ásgeir og Pálma. Fyrstu plötuna (innsk. blm. Allt sem þú átt) samdi ég sjálfur og vann með Red Lights. Svo hafa komið plötur eins og Mæður þar sem ég samdi allt,“ útskýrir hann. „Það hafa mjög fáir tak á því að búa til lag, það er mikilvægt að byggja teymi í kringum sig sem lyftir manni upp,“ segir Friðrik sem nýverið vann með Bubba og lýsir því samstarfi sem „geðveiku og geggjuðu“. Uppselt er á mörg kvöld í Bæjarbíói og Friðrik Dór segir unnið að því að bæta við aukatónleikum. Hann hyggst einnig bjóða upp á sérstaka fjölskyldutónleika á laugardeginum. „Þá verður þetta bara klukkutími – við tökum Hundinn og eitthvað. Þetta verður létt og skemmtilegt fyrir alla.“ Í viðtalinu við Ívar segir Friðrik að mikið hafi breyst í tónlistarheiminum á síðustu árum. Hann hefur unnið með alls kyns tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Margir ungir og efnilegir tónlistarmenn komi fram á sjónarsviðið með reglulegu millibili og það geti verið áskorun að fylgjast með því sem er í gangi hverju sinni. „Svo er það þannig í mínu tilfelli að ég á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina minna – ég á í fullu fangi með það. En ég reyni að fylgjast með,“ segir hann og hlær. Tónleikaröðin fer fram í september í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Friðrik Dór söng sín fallegustu lög Friðrik Dór var þriðji söngvarinn sem steig á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu 4 fimmtudagskvöld klukkan 20:00. 16. nóvember 2023 17:17 Friðrik Dór kennir krökkum klassíska útileiki "Skilaboðin eru skýr: krakkarnir eiga að drífa sig út og safna freknum á nefið.“ 26. júlí 2013 15:00 Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm.Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi. 9. janúar 2023 10:07 Friðrik Dór á íslenskan tvífara Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson á tvífara hér á landi en svo skemmtilega vildi til að þeir sátu saman í brúðkaupsveislu um síðustu helgi. 21. ágúst 2015 16:45 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Friðrik Dór söng sín fallegustu lög Friðrik Dór var þriðji söngvarinn sem steig á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu 4 fimmtudagskvöld klukkan 20:00. 16. nóvember 2023 17:17
Friðrik Dór kennir krökkum klassíska útileiki "Skilaboðin eru skýr: krakkarnir eiga að drífa sig út og safna freknum á nefið.“ 26. júlí 2013 15:00
Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm.Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi. 9. janúar 2023 10:07
Friðrik Dór á íslenskan tvífara Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson á tvífara hér á landi en svo skemmtilega vildi til að þeir sátu saman í brúðkaupsveislu um síðustu helgi. 21. ágúst 2015 16:45