Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 22:54 Vorkoma Akureyrar fór fram í dag, sumardaginn fyrsta. Daníel Starrason Egill Logi Jónasson er bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Þetta var kunngjört á Vorkomu Akureyrarbæjar var haldin í Menningarhúsinu Hofi í dag. Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu. Akureyri Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu.
Akureyri Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira