Íslenski boltinn

Rikki G mjög for­vitinn um dular­fullu dolluna hjá Mosfellingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Aftureldingar sjást hér stelast í dularfullu dolluna.
Leikmenn Aftureldingar sjást hér stelast í dularfullu dolluna. S2 Sport

Ríkharð Óskar Guðnason var umsjónarmaður Stúkunnar í gær þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp.

Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum.

„Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins.

Klippa: Rikki G forvitinn um dularfullu dolluna

„Takið eftir þessu strákar. Hér er farið ofan í töskuna. Er þetta sem ég held að þetta sé,“ spurði Ríkharð.

„Þrúgusykur,“ svaraði Ólafur Kristjánsson. „Ég veit það ekki,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson.

„Ég velti því fyrir mér. Er þetta einhver þrúgusykur eða er þetta lumma,“ sagði Ríkharð. „Ekki vaselín,“ sagði Ólafur léttur.

Lárus Orri lagði það til að Rikki myndi svala forvitni sinni og hafa samband við Mosfellinga og fá þetta á hreint.

„Þetta er samt mjög stór dolla og ég þekki þessar dollur,“ sagði Ríkharð.

Það má sjá þetta brot úr Stúkunni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×