Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 10:16 Starfsmenn öryggisstofnana á vettvangi sprengjutilræðisins gegn Jaroslav Moskalik í Balashika, úthverfi Moskvu, í morgun. AP Undirhershöfðingi sem situr í herforingjaráði Rússlands lést þegar bílsprengja sprakk í bænum Balashikha í umdæmi höfuðborgarinnar Moskvu í morgun. Sprengjan er sögð hafa sprungið þegar herforinginn gekk fram hjá kyrrstæðum bíl. Rússneska alríkislögreglan staðfestir að Jaroslav Moskalik, aðstoðaryfirmaður aðalaðgerðastjórnar herforingjaráðs rússneska hersins, hafi látist í sprengingunni. Sprengja sem var fyllt með höglum hafi sprungið í Volkswagen Golf-bifreið. Þarlendir fjölmiðlar segja að Moskalik hafi verið á gangi í nágrenni heimilis síns þegar bíll var sprengdur í loft upp. Reuters-fréttastofan segist ekki geta staðfest fullyrðingar rússnesku miðlanna sjálf. Myndir frá vettvangi sýna brennandi bíl fyrir utan íbúðarhús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Moskalik hafi meðal annars verið einn fulltrúa herforingjaráðsins sem tók þátt í viðræðum við Úkraínumenn í París árið 2015, árið eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar var væntanlegur til Moskvu í dag til viðræðna við Vladímír Pútín forseta um tillögu að friðaráætlun í Úkraínu. Röð banatilræða í Rússlandi Ekkert hefur komið fram ennþá um hver stóð að baki sprengjutilræðinu. Nokkur launmorð hafa þó átt sér stað í Rússlandi á undanförnum misserum sem tengjast hernaði Rússa í Úkraínu. Í febrúar var Armen Sakisjan, leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu, ráðinn af dögum þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar í Moskvu. Rússneska lögreglan sagði að það tilræði hefði verið þaulskipulagt en enginn lýsti yfir ábyrgð á því. Úkraínumenn gengust óformlega við því að hafa myrt Ígor Kirillov, rússneskan herforingja, með sprengju sem var komið fyrir í rafhlaupahjóli í Moskvu í desember. Kirillov hafði verið ákærður í Úkraínu fyrir að beita efnavopnum þar. Þá voru Úkraínumenn að verki þegar Daria Dugina, dóttir eins helsta hugmyndafræðings rússnesku ríkisstjórnarinnar, var drepin í bílsprengju nærri Moskvu í ágúst árið 2022, um hálfu ári eftir að innrás Rússa hófst. Dugina hafði sjálf verið álitsgjafi í rússneskum fjölmiðlum og endurómað hugmyndir föður síns um rússneska heimsvaldastefnu. Fréttin hefur verið uppfærð. Rússland Hernaður Tengdar fréttir Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Rússneska alríkislögreglan staðfestir að Jaroslav Moskalik, aðstoðaryfirmaður aðalaðgerðastjórnar herforingjaráðs rússneska hersins, hafi látist í sprengingunni. Sprengja sem var fyllt með höglum hafi sprungið í Volkswagen Golf-bifreið. Þarlendir fjölmiðlar segja að Moskalik hafi verið á gangi í nágrenni heimilis síns þegar bíll var sprengdur í loft upp. Reuters-fréttastofan segist ekki geta staðfest fullyrðingar rússnesku miðlanna sjálf. Myndir frá vettvangi sýna brennandi bíl fyrir utan íbúðarhús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Moskalik hafi meðal annars verið einn fulltrúa herforingjaráðsins sem tók þátt í viðræðum við Úkraínumenn í París árið 2015, árið eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar var væntanlegur til Moskvu í dag til viðræðna við Vladímír Pútín forseta um tillögu að friðaráætlun í Úkraínu. Röð banatilræða í Rússlandi Ekkert hefur komið fram ennþá um hver stóð að baki sprengjutilræðinu. Nokkur launmorð hafa þó átt sér stað í Rússlandi á undanförnum misserum sem tengjast hernaði Rússa í Úkraínu. Í febrúar var Armen Sakisjan, leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu, ráðinn af dögum þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar í Moskvu. Rússneska lögreglan sagði að það tilræði hefði verið þaulskipulagt en enginn lýsti yfir ábyrgð á því. Úkraínumenn gengust óformlega við því að hafa myrt Ígor Kirillov, rússneskan herforingja, með sprengju sem var komið fyrir í rafhlaupahjóli í Moskvu í desember. Kirillov hafði verið ákærður í Úkraínu fyrir að beita efnavopnum þar. Þá voru Úkraínumenn að verki þegar Daria Dugina, dóttir eins helsta hugmyndafræðings rússnesku ríkisstjórnarinnar, var drepin í bílsprengju nærri Moskvu í ágúst árið 2022, um hálfu ári eftir að innrás Rússa hófst. Dugina hafði sjálf verið álitsgjafi í rússneskum fjölmiðlum og endurómað hugmyndir föður síns um rússneska heimsvaldastefnu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rússland Hernaður Tengdar fréttir Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21
Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21
Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29