Körfubolti

Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og fé­lögum eftir dramatík í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson og félagar unnu tæpan útisigur í dag.
Jón Axel Guðmundsson og félagar unnu tæpan útisigur í dag.

Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru komnir upp í spænsku úrvalsdeildina í körfubolta en þeir eiga enn eftir að klára nokkra leiki.

San Pablo vann dramatískan þriggja stiga útisigur á Baskaliðinu Gipuzkoa í framlengdum leik í dag, 84-81, en þetta var tíundi deildarsigur liðsins í röð.

Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að það tryggði sig upp um deild og liðið var nánast búið að missa sigurinn frá sér í venjulegum leiktíma.

Jón Axel var með tólf stig og tvær stoðsendingar á 25 mínútum í leiknum í dag en hann hitti úr fimm af níu skotum sínum.

San Pablo Burgos er nú með 62 stig af 66 mögulegum eftir 30 sigra í 32 leikjum en aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni.

Liðið hefur unnið alla leiki sína síðan 2. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×