Körfubolti

Tíma­bilið lík­lega búið hjá Lillard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Damian Lillard er hér borinn af velli í nótt.
Damian Lillard er hér borinn af velli í nótt. vísir/getty

Milwaukee Bucks varð fyrir miklu áfalli í nótt þegar stórstjarna liðsins, Damian Lillard, meiddist og það að öllum líkindum alvarlega.

Óttast er að hann hafi slitið hásin í tapleiknum gegn Indiana Pacers í nótt.

„Ef ég á að segja eins og er þá lítur þetta alls ekki nógu vel út,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Bucks, eftir leikinn.

Hann varð fyrir meiðslunum strax í fyrsta leikhluta er hann var að reyna að ná frákasti. Eitthvað gaf sig í lendingunni og það var líklega hásininn.

Bucks er 3-1 undir í einvíginu og án Lillard er ansi ólíklegt að liðið nái að snúa því sér í vil.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×