NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 15:01 Luka Doncic skoraði 38 stig í fjórða leik Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves. getty/Robert Gauthier Dómurum leiks Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves varð á í messunni undir lok leiks liðanna þegar Luka Doncic fékk ekki villu er Jaden McDaniels braut á honum. Þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum á sunnudaginn virtist McDaniels fella Doncic á vallarhelmingi Lakers. Ekkert var dæmt en Lakers tók leikhlé til að forðast að boltinn yrði dæmdur af þeim fyrir að koma honum ekki yfir miðju á tilskildum tíma. Eftir leikhléið tapaði LeBron James boltanum. Hann braut svo á Anthony Edwards sem setti niður tvö vítaskot og kom Minnesota í 116-113 sem urðu lokatölur leiksins. Í skýrslu sinni eftir leikinn, sem var birt í gær, viðurkenndi NBA að dómararnir hefðu átt að dæma villu á McDaniels er hann braut á Doncic. NBA birtir slíkar skýrslur daginn eftir leiki þar sem munurinn á liðunum er þrjú stig eða minna á síðustu tveimur mínútunum eða í framlengingu. NBA SAYS IT WAS A FOUL: The NBA’s Last 2 Minute Report says that Luka Doncic was tripped by Jaden McDaniels — which should’ve been called a foul — with 33 seconds left in Game 4, which would have resulted in free-throws. Los Angeles trailed Minnesota by 1-point at the time of… pic.twitter.com/GliDWt2o7U— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) April 28, 2025 NBA viðurkenndi einnig dómaramistök undir lok leiks Detroit Pistons og New York Knicks á sunnudaginn. Dómarar leiksins hefðu átt að dæma villu á Josh Hart þegar hann braut á Tim Hardaway yngri í þriggja stiga skoti. Knicks vann leikinn, 94-93, og leiðir einvígið, 3-1. Minnesota er einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Lakers og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna aðfaranótt fimmtudags. NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum á sunnudaginn virtist McDaniels fella Doncic á vallarhelmingi Lakers. Ekkert var dæmt en Lakers tók leikhlé til að forðast að boltinn yrði dæmdur af þeim fyrir að koma honum ekki yfir miðju á tilskildum tíma. Eftir leikhléið tapaði LeBron James boltanum. Hann braut svo á Anthony Edwards sem setti niður tvö vítaskot og kom Minnesota í 116-113 sem urðu lokatölur leiksins. Í skýrslu sinni eftir leikinn, sem var birt í gær, viðurkenndi NBA að dómararnir hefðu átt að dæma villu á McDaniels er hann braut á Doncic. NBA birtir slíkar skýrslur daginn eftir leiki þar sem munurinn á liðunum er þrjú stig eða minna á síðustu tveimur mínútunum eða í framlengingu. NBA SAYS IT WAS A FOUL: The NBA’s Last 2 Minute Report says that Luka Doncic was tripped by Jaden McDaniels — which should’ve been called a foul — with 33 seconds left in Game 4, which would have resulted in free-throws. Los Angeles trailed Minnesota by 1-point at the time of… pic.twitter.com/GliDWt2o7U— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) April 28, 2025 NBA viðurkenndi einnig dómaramistök undir lok leiks Detroit Pistons og New York Knicks á sunnudaginn. Dómarar leiksins hefðu átt að dæma villu á Josh Hart þegar hann braut á Tim Hardaway yngri í þriggja stiga skoti. Knicks vann leikinn, 94-93, og leiðir einvígið, 3-1. Minnesota er einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Lakers og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna aðfaranótt fimmtudags.
NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum