Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2025 11:33 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags. Fyrirtækið Íslensk erfðagreining var stofnað árið 1996 af Kára Stefánssyni sem hefur frá upphafi gengt forstjórastöðu hjá fyrirtækinu. Frá árinu 2012 hefur fyrirtækið verið í eigu lyfjafyrirtækisins Amgen sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári staddur í Kaliforníu. Ekki hefur náðst í Kára í Kaliforníu það sem af er morgni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar Amgen nýlega í heimsókn á Íslandi og spratt úr orðrómur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri að forstjóraskipti væru í farvatninu. Kári Stefánsson varð 76 ára í apríl en hefur þó verið skýr með þá afstöðu sína að hann ætlaði ekki að hætta. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið kom hingað til lands árið 1996 þar sem var engin hefð fyrir svona vinnu og eftir örfá ár vorum við farin að leiða heiminn á þessu sviði. Það var brjálæðislegt að reikna með að við gætum það. Við erum enn að leiða heiminn á þessu sviði, gerum það meira að segja í meiri mæli en fyrir tíu árum. Þetta er ótrúlegt ævintýri,“ sagði Kári og engan bylbug á honum að finna. Dagbjört Ylfa Geirsdóttir, hægri hönd Kára hjá Íslenskri erfðagreiningu, vildi ekkert tjá sig við fréttastofu. Sömu sögu er að segja um Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig hefur unnið náið með Kára. Þóra Kristín hefur séð um að senda tilkynningar frá fyrirtækinu undanfarin ár. Hún sendi þó ekki þá um starfslokin sem send var í morgun heldur var leitað til almennatengslafyrirtækis. Þeir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem fréttastofa hefur náð sambandi við í morgun segjast ekki hafa haft nokkra hugmynd um að starfslok Kára væru yfirvofandi. Raunar lásu þeir fréttir af starfslokum á vefmiðlum í morgun áður en þeim var send tilkynning um breytingarnar í morgun. Þar voru ástæður starfsflokanna ekki útskýrðar frekar og engin ummæli höfð eftir Kára. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Unnur starfaði hjá fyrirtækinu frá árinu 2000 til ársins 2022 þegar hún var ráðin forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hætti nokkuð óvænt í fyrra og sneri aftur til Íslenskrar erfðagreiningar. Innan við ári síðar er hún tekin við hlutverki Kára ásamt Patrick Sulem. Sulem er læknir hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Að neðan má sjá fréttatilkynninguna frá Athygli í heild. Þar er gefið upp símanúmer á Elissu Snook, yfirmann samskiptamála hjá Amgen, fyrir frekari upplýsingar. Elissa hefur ekki svarað símtölum fréttastofu en tímamismunur á Íslandi og Kaliforníu er sjö klukkustundir og þar því enn nótt. Reykjavík 2. maí 2025 Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu.Íslensk erfðagreining hefur gegnt lykilhlutverki á heimsvísu í erfðarannsóknum sem tengjast algengum sjúkdómum og hefur félagið haslað sér völl sem eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði erfðafræðirannsókna. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem munu saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafa bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Unnur hefur starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 en hún starfaði sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna hjá fyrirtækinu. Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu. „Frá því ég kom til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafa það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins,“segir dr. Unnur Þorsteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu.“ „Þegar ég horfi til framtíðar er ég sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga“, segir Patrik Sulem, nýr framkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar.„Ég hlakka til að vinna með Unni og okkar frábæra teymi sem áfram mun takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum.“ „Dr. Kári Stefánsson hefur gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða”, segir Jay Bradner, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Amgen. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fyrirtækið Íslensk erfðagreining var stofnað árið 1996 af Kára Stefánssyni sem hefur frá upphafi gengt forstjórastöðu hjá fyrirtækinu. Frá árinu 2012 hefur fyrirtækið verið í eigu lyfjafyrirtækisins Amgen sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kári staddur í Kaliforníu. Ekki hefur náðst í Kára í Kaliforníu það sem af er morgni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar Amgen nýlega í heimsókn á Íslandi og spratt úr orðrómur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri að forstjóraskipti væru í farvatninu. Kári Stefánsson varð 76 ára í apríl en hefur þó verið skýr með þá afstöðu sína að hann ætlaði ekki að hætta. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið kom hingað til lands árið 1996 þar sem var engin hefð fyrir svona vinnu og eftir örfá ár vorum við farin að leiða heiminn á þessu sviði. Það var brjálæðislegt að reikna með að við gætum það. Við erum enn að leiða heiminn á þessu sviði, gerum það meira að segja í meiri mæli en fyrir tíu árum. Þetta er ótrúlegt ævintýri,“ sagði Kári og engan bylbug á honum að finna. Dagbjört Ylfa Geirsdóttir, hægri hönd Kára hjá Íslenskri erfðagreiningu, vildi ekkert tjá sig við fréttastofu. Sömu sögu er að segja um Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig hefur unnið náið með Kára. Þóra Kristín hefur séð um að senda tilkynningar frá fyrirtækinu undanfarin ár. Hún sendi þó ekki þá um starfslokin sem send var í morgun heldur var leitað til almennatengslafyrirtækis. Þeir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem fréttastofa hefur náð sambandi við í morgun segjast ekki hafa haft nokkra hugmynd um að starfslok Kára væru yfirvofandi. Raunar lásu þeir fréttir af starfslokum á vefmiðlum í morgun áður en þeim var send tilkynning um breytingarnar í morgun. Þar voru ástæður starfsflokanna ekki útskýrðar frekar og engin ummæli höfð eftir Kára. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Unnur starfaði hjá fyrirtækinu frá árinu 2000 til ársins 2022 þegar hún var ráðin forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hætti nokkuð óvænt í fyrra og sneri aftur til Íslenskrar erfðagreiningar. Innan við ári síðar er hún tekin við hlutverki Kára ásamt Patrick Sulem. Sulem er læknir hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Að neðan má sjá fréttatilkynninguna frá Athygli í heild. Þar er gefið upp símanúmer á Elissu Snook, yfirmann samskiptamála hjá Amgen, fyrir frekari upplýsingar. Elissa hefur ekki svarað símtölum fréttastofu en tímamismunur á Íslandi og Kaliforníu er sjö klukkustundir og þar því enn nótt. Reykjavík 2. maí 2025 Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu.Íslensk erfðagreining hefur gegnt lykilhlutverki á heimsvísu í erfðarannsóknum sem tengjast algengum sjúkdómum og hefur félagið haslað sér völl sem eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði erfðafræðirannsókna. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem munu saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafa bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Unnur hefur starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 en hún starfaði sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna hjá fyrirtækinu. Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu. „Frá því ég kom til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafa það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins,“segir dr. Unnur Þorsteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu.“ „Þegar ég horfi til framtíðar er ég sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga“, segir Patrik Sulem, nýr framkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar.„Ég hlakka til að vinna með Unni og okkar frábæra teymi sem áfram mun takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum.“ „Dr. Kári Stefánsson hefur gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða”, segir Jay Bradner, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Amgen. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum.
Reykjavík 2. maí 2025 Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu.Íslensk erfðagreining hefur gegnt lykilhlutverki á heimsvísu í erfðarannsóknum sem tengjast algengum sjúkdómum og hefur félagið haslað sér völl sem eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði erfðafræðirannsókna. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem munu saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafa bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Unnur hefur starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 en hún starfaði sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna hjá fyrirtækinu. Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu. „Frá því ég kom til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafa það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins,“segir dr. Unnur Þorsteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu.“ „Þegar ég horfi til framtíðar er ég sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga“, segir Patrik Sulem, nýr framkvæmdastjóri Íslenskrar erfðagreiningar.„Ég hlakka til að vinna með Unni og okkar frábæra teymi sem áfram mun takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum.“ „Dr. Kári Stefánsson hefur gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða”, segir Jay Bradner, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Amgen. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira